Stefnir í harða deilu milli Félagsstofnunar stúdenta og Minjastofnunar vegna nýbygginga á háskólasvæðinu 15. júní 2017 21:00 Minjastofnun leggst alfarið gegn því að hugmyndir Félagsstofnunar stúdenta um byggingu við hlið Gamla Garðs á háskólalóðinni verði að veruleika. Byggingin muni skyggja á og raska einstæðri og mikilvægri skipulagsheild með óafturkræfum hætti. Félagsstofnun segir Minjavernd ekki hafa lögsögu í málinu enda sé Gamli Garður ekki friðaður. Félagsstofnun stúdenta hefur áform um að byggja nýja stúdentagarða austan við Gamla garð, elstu byggingu háskólalóðarinnar, sem Minjastofnun er ekki ánægð með. „Það var leitað eftir áliti okkar í tengslum við undirbúning deiliskipulags fyrir þessa lóð í tengslum við samkeppni sem hér var haldin. Og, já það er rétt að við höfum gert mjög alvarlegar athugasemdir við þessi áform,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssviðs Minjastofnunar. „Eitthvað glæsilegasta dæmi sem íslenska þjóðin á um heilsteypt og fagurfræðilega mótað skipulag“ Með byggingu garðanna muni framhlið Gamla Garðs nánast hverfa og við það raskist mikilvæg og einstæð skipulagsheild í borgarmynd Reykjavíkur. Uppbygging á lóðinni feli í sér veruleg og neikvæð áhrif þar sem listrænt mikilvægri skipulagsheild yrði raskað með óafturkræfum hætti. Aðalbygging Háskólans og allt skipulag svæðisins fyrir framan hana sé eitt af merkustu verkum Guðjóns Samúelssonar. Þá sé framhliðin á Gamla Garði, sem Sigurður Guðmundsson teiknaði, eitt af andlitum svæðisins. „Og Þjóðminjasafns-byggingin sem er morgungjöf Alþingis til íslensku þjóðarinnar er teiknuð af sama arkitekt og hönnuð með það í huga að þessar tvær byggingar myndi fagurfræðilega heild. Þannig að þetta er eitthvað glæsilegasta dæmi sem íslenska þjóðin á um heilsteypt og fagurfræðilega mótað skipulag,“ segir Pétur.Gamli Garður hvorki friðaður né umsagnaskyldur Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að samkomulag við borgina um uppbyggingu á svæðinu og þar með þessari lóð hafi verið undirritað í mars í fyrra. Síðan hafi farið fram samkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands um hönnun byggingar á lóðinni með vitneskju Háskólans og borgarinnar og vinningstillagan kynnt í apríl síðastliðnum. „Við teljum að þessi bygging falli mjög vel að þessu umhverfi og það var mikil ánægja með þær niðurstöður sem við fengum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Nú er Minjastofnun áhrifarík í þessum efnum, það setur væntanlega strik í reikninginn ef hún leggst alfarið gegn byggingaráformum á þessari lóð? „Við teljum að svo eigi ekki að vera. Því Gamli Garður er hvorki friðaður né umsagnaskyldur af hálfu Minjastofnunar. Þannig að við áttum okkur ekki á að þetta eigi að falla á einhvern hátt undir Minjastofnun,“ segir Rebekka. Alvar Alto, einn frægasti arkitekt heims, teiknaði Norræna húsið með tilliti til hvernig húsið nyti sín í því umhverfi sem það er. „Þessi uppbygging hefur áhrif á ásýnd tveggja friðlýstra bygginga, aðalbyggingar Háskólans og Norræna hússins og okkur er skylt að fjalla um og gæta hagsmuna þess,“ segir Pétur. „Í lýsingu á samkeppninni sem var gerð var einmitt gert ráð fyrir og horft til þess að byggingin myndi ekki skyggja á aðalbygginguna og húsin hér í kring. Og við teljum að það sé í algeru lágmarki,“ segir Rebekka. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Minjastofnun leggst alfarið gegn því að hugmyndir Félagsstofnunar stúdenta um byggingu við hlið Gamla Garðs á háskólalóðinni verði að veruleika. Byggingin muni skyggja á og raska einstæðri og mikilvægri skipulagsheild með óafturkræfum hætti. Félagsstofnun segir Minjavernd ekki hafa lögsögu í málinu enda sé Gamli Garður ekki friðaður. Félagsstofnun stúdenta hefur áform um að byggja nýja stúdentagarða austan við Gamla garð, elstu byggingu háskólalóðarinnar, sem Minjastofnun er ekki ánægð með. „Það var leitað eftir áliti okkar í tengslum við undirbúning deiliskipulags fyrir þessa lóð í tengslum við samkeppni sem hér var haldin. Og, já það er rétt að við höfum gert mjög alvarlegar athugasemdir við þessi áform,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssviðs Minjastofnunar. „Eitthvað glæsilegasta dæmi sem íslenska þjóðin á um heilsteypt og fagurfræðilega mótað skipulag“ Með byggingu garðanna muni framhlið Gamla Garðs nánast hverfa og við það raskist mikilvæg og einstæð skipulagsheild í borgarmynd Reykjavíkur. Uppbygging á lóðinni feli í sér veruleg og neikvæð áhrif þar sem listrænt mikilvægri skipulagsheild yrði raskað með óafturkræfum hætti. Aðalbygging Háskólans og allt skipulag svæðisins fyrir framan hana sé eitt af merkustu verkum Guðjóns Samúelssonar. Þá sé framhliðin á Gamla Garði, sem Sigurður Guðmundsson teiknaði, eitt af andlitum svæðisins. „Og Þjóðminjasafns-byggingin sem er morgungjöf Alþingis til íslensku þjóðarinnar er teiknuð af sama arkitekt og hönnuð með það í huga að þessar tvær byggingar myndi fagurfræðilega heild. Þannig að þetta er eitthvað glæsilegasta dæmi sem íslenska þjóðin á um heilsteypt og fagurfræðilega mótað skipulag,“ segir Pétur.Gamli Garður hvorki friðaður né umsagnaskyldur Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að samkomulag við borgina um uppbyggingu á svæðinu og þar með þessari lóð hafi verið undirritað í mars í fyrra. Síðan hafi farið fram samkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands um hönnun byggingar á lóðinni með vitneskju Háskólans og borgarinnar og vinningstillagan kynnt í apríl síðastliðnum. „Við teljum að þessi bygging falli mjög vel að þessu umhverfi og það var mikil ánægja með þær niðurstöður sem við fengum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Nú er Minjastofnun áhrifarík í þessum efnum, það setur væntanlega strik í reikninginn ef hún leggst alfarið gegn byggingaráformum á þessari lóð? „Við teljum að svo eigi ekki að vera. Því Gamli Garður er hvorki friðaður né umsagnaskyldur af hálfu Minjastofnunar. Þannig að við áttum okkur ekki á að þetta eigi að falla á einhvern hátt undir Minjastofnun,“ segir Rebekka. Alvar Alto, einn frægasti arkitekt heims, teiknaði Norræna húsið með tilliti til hvernig húsið nyti sín í því umhverfi sem það er. „Þessi uppbygging hefur áhrif á ásýnd tveggja friðlýstra bygginga, aðalbyggingar Háskólans og Norræna hússins og okkur er skylt að fjalla um og gæta hagsmuna þess,“ segir Pétur. „Í lýsingu á samkeppninni sem var gerð var einmitt gert ráð fyrir og horft til þess að byggingin myndi ekki skyggja á aðalbygginguna og húsin hér í kring. Og við teljum að það sé í algeru lágmarki,“ segir Rebekka.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira