Hundruð þingmanna stefna Trump vegna erlendra greiðslna Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2017 07:52 Bandaríkjaforseti má ekki þiggja gjafir eða greiðslur frá erlendum leiðtogum án samþykkt þingsins. Vísir/EPA Hátt í tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins hafa samþykkt að stefna Donald Trump forseta. Þeir saka hann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum leiðtogum með því að halda enn í viðskiptaveldi sitt. Engir repúblikanar hafa lagt nafn sitt við málshöfðunina en öldungadeildarþingmaður demókrata, Richard Blumenthal, sem fer fyrir málinu segir að þeim verði boðið það. Hann fullyrðir að aldrei hafi fleiri þingmenn stefnt forseta Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Washington Post. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata frá Maryland-ríki og Columbia-svæði hafa þegar tilkynnt um sambærilega stefnu. Málshöfðun þingmannanna er hins vegar talin hafa sérstöðu vegna stöðu þeirra. Í stjórnarskráinni segir að forsetinn þurfi samþykki þingsins til að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Því geti þingmennirnir fært rök fyrir því fyrir dómi að þeir eigi aðild að málinu. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við telja það þó hæpið að þingmennirnir geti leitað til dómstóla þegar þeim tekst ekki að koma vilja sínum fram í gegnum þingið.Sjá einnig:Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafði áður gert lítið úr málshöfðun dómsmálaráðherranna og gefið í skyn að hún væri flokkspólitísk. Bandaríska dómsmálaráðuneytið færði rök fyrir því í greinargerð í öðru máli að það væri ekki ólöglegt fyrir forsetann að hagnast á lögmætum viðskiptum. Undanfarna mánuði hafa fregnir borist af því að fulltrúar erlendra ríkja beini viðskiptum sínum til hótela og fyrirtækja Trump í því skyni að öðlast velvild hans og mynda tengsl við forsetann. Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Hátt í tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins hafa samþykkt að stefna Donald Trump forseta. Þeir saka hann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum leiðtogum með því að halda enn í viðskiptaveldi sitt. Engir repúblikanar hafa lagt nafn sitt við málshöfðunina en öldungadeildarþingmaður demókrata, Richard Blumenthal, sem fer fyrir málinu segir að þeim verði boðið það. Hann fullyrðir að aldrei hafi fleiri þingmenn stefnt forseta Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Washington Post. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata frá Maryland-ríki og Columbia-svæði hafa þegar tilkynnt um sambærilega stefnu. Málshöfðun þingmannanna er hins vegar talin hafa sérstöðu vegna stöðu þeirra. Í stjórnarskráinni segir að forsetinn þurfi samþykki þingsins til að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Því geti þingmennirnir fært rök fyrir því fyrir dómi að þeir eigi aðild að málinu. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við telja það þó hæpið að þingmennirnir geti leitað til dómstóla þegar þeim tekst ekki að koma vilja sínum fram í gegnum þingið.Sjá einnig:Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafði áður gert lítið úr málshöfðun dómsmálaráðherranna og gefið í skyn að hún væri flokkspólitísk. Bandaríska dómsmálaráðuneytið færði rök fyrir því í greinargerð í öðru máli að það væri ekki ólöglegt fyrir forsetann að hagnast á lögmætum viðskiptum. Undanfarna mánuði hafa fregnir borist af því að fulltrúar erlendra ríkja beini viðskiptum sínum til hótela og fyrirtækja Trump í því skyni að öðlast velvild hans og mynda tengsl við forsetann.
Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira