Ráðherrann blés á samsæri en ýmsum spurningum ósvarað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2017 09:00 Sessions gaf ekki mikið fyrir sögusagnir þess efnis að hann hefði staðið í samsæri með Rússum. Vísir/EPA Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hafa átt leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Þá segir hann að allar frásagnir um að hann hafi tekið þátt í samsæri með stjórnvöldum í Kremlin vera „hræðilega og viðbjóðslega lygi“. Þetta kom fram í máli ráðherrans fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins í gær. Í upphafi marsmánaðar var sagt frá því í Washington Post að Sessions hefði hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, í tvígang á meðan kosningabarátta Donalds Trump stóð yfir. Á þeim tíma var Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna. Málið vakti hneykslan en Sessions hafði neitað því í yfirheyrslu þingsins, áður en hann var samþykktur sem ráðherra, að hafa „átt í nokkrum samskiptum við Rússland“. „Ég hef aldrei fundað eða átt samtal við nokkurn Rússa, eða annan erlendan embættismann, varðandi nokkra kosningabaráttu eða kosningar í Bandaríkjunum,“ sagði Sessions fyrir nefndinni í gær. Hann staðfesti að hann hefði hitt Kislyak í tvígang en mundi hins vegar ekki hvort það hefði verið á fundi í tengslum við kosningabaráttu Trumps. Framburður hans þótti nokkuð stopull en ítrekað sagðist hann ekki muna hvernig atvik voru. Aðspurður um samtöl við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, baðst Sessions undan því að svara. Sú afstaða fór mjög í taugarnar á nefndarmönnum Demókrata sem sökuðu ráðherrann um að torvelda rannsókn á aðkomu Rússa að forsetakosningunum í fyrra. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mætti fyrir sömu nefnd í síðustu viku. Í máli hans kom skýrt fram að hann teldi að krumlur frá Kremlin hefðu að minnsta kosti reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra. Sá fundur þótti ekki jákvæður vitnisburður fyrir forsetann og stjórn hans. Sömu sögu er að segja af fundinum í gær. Sessions tókst ágætlega að skrúfa niður í þeim sem tala um leynimakk hans og Rússa. Hins vegar er spurningum enn ósvarað um hvort hann hafi sagt ósatt eftir að hafa svarið þess eið að segja satt. Einnig telja margir hann hafa staðið í vegi fyrir réttlæti og þá er margt enn á huldu varðandi aðkomu hans að brottrekstri Comeys. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hafa átt leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Þá segir hann að allar frásagnir um að hann hafi tekið þátt í samsæri með stjórnvöldum í Kremlin vera „hræðilega og viðbjóðslega lygi“. Þetta kom fram í máli ráðherrans fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins í gær. Í upphafi marsmánaðar var sagt frá því í Washington Post að Sessions hefði hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, í tvígang á meðan kosningabarátta Donalds Trump stóð yfir. Á þeim tíma var Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna. Málið vakti hneykslan en Sessions hafði neitað því í yfirheyrslu þingsins, áður en hann var samþykktur sem ráðherra, að hafa „átt í nokkrum samskiptum við Rússland“. „Ég hef aldrei fundað eða átt samtal við nokkurn Rússa, eða annan erlendan embættismann, varðandi nokkra kosningabaráttu eða kosningar í Bandaríkjunum,“ sagði Sessions fyrir nefndinni í gær. Hann staðfesti að hann hefði hitt Kislyak í tvígang en mundi hins vegar ekki hvort það hefði verið á fundi í tengslum við kosningabaráttu Trumps. Framburður hans þótti nokkuð stopull en ítrekað sagðist hann ekki muna hvernig atvik voru. Aðspurður um samtöl við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, baðst Sessions undan því að svara. Sú afstaða fór mjög í taugarnar á nefndarmönnum Demókrata sem sökuðu ráðherrann um að torvelda rannsókn á aðkomu Rússa að forsetakosningunum í fyrra. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mætti fyrir sömu nefnd í síðustu viku. Í máli hans kom skýrt fram að hann teldi að krumlur frá Kremlin hefðu að minnsta kosti reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra. Sá fundur þótti ekki jákvæður vitnisburður fyrir forsetann og stjórn hans. Sömu sögu er að segja af fundinum í gær. Sessions tókst ágætlega að skrúfa niður í þeim sem tala um leynimakk hans og Rússa. Hins vegar er spurningum enn ósvarað um hvort hann hafi sagt ósatt eftir að hafa svarið þess eið að segja satt. Einnig telja margir hann hafa staðið í vegi fyrir réttlæti og þá er margt enn á huldu varðandi aðkomu hans að brottrekstri Comeys.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila