Comey sakaði Hvíta húsið um illa unnin störf og lygar. Einnig sagði hann Sessions hafa reynt að koma í veg fyrir að bein samskipti yrðu á milli forsetans og Comey.
Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar.
Beina útsendingu af yfirheyrslunni má sjá hér að neðan.