Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2017 13:37 Donald Trump kemur út úr hóteli sem hann á í Washington-borg. Erlendir ríkiserindrekar eru sagðir skipta við hótelið til að mynda tengsl við forsetann. Vísir/EPA Dómsmálaráðherrar Maryland-ríkis og Columbia-svæðis í Bandaríkjunum ætla að stefna Donald Trump forseta fyrir dómstólum. Þeir saka forsetann um að rjúfa embættiseið sinn að stjórnarskráinni með því að þiggja milljónir dollara í greiðslur frá erlendum ríkisstjórnum frá því að hann tók við völdum. Forsaga málsins er sú að Trump kaus að eiga áfram fyrirtæki sín þegar hann tók við sem forseti í janúar. Synir hans tveir hafa séð um rekstur fyrirtækjanna. Dómsmálaráðherrarnir tveir, sem báðir eru demókratar, saka Trump um að hafa brotið loforð um að halda embættisfærslum sínum og viðskiptahagsmunum aðskildum.Telja fyrirtæki forsetans mega hagnast á erlendum aðilumWashington Post segir að í stefnunni segi að Trump hafi gerst sekur um fordæmalaus brot gegn stjórnarskránni og grafið undan bandarísku stjórnkerfi. Samþykki alríkisdómari að stefnan eigi rétt á sér gætu dómsmálaráðherrarnir krafist skattaskýrslna forsetans sem hann hefur fram að þessu staðfastlega neitað að gera opinberar. Grein stjórnarskrárinnar sem ráðherrarnir tveir telja Trump hafa brotið fjallar um hagnað af greiðslum frá erlendum og innlendum aðilum. Samkvæmt henni er embættismönnum bannað að hagnast á gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkjum. Telja þeir að Trump brjóti gegn þessu ákvæði með að eiga fyrirtæki áfram sem fái greiðslur frá erlendum ríkjum. Erindrekar erlendra ríkja eru sagðir hafa leitast við að skipta við hótel og önnur fyrirtæki í eigu Trump frá því áður en hann tók við embætti forseta til þess að afla sér tengsla og velþóknun hans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lagði nýlega fram greinargerð í öðru sambærilegu máli sem höfðað var í janúar. Þar heldur ráðuneytið því fram að það sé ekki ólöglegt fyrir fyrirtæki í eigu Trump að hagnast á viðskiptum við erlenda aðila á meðan hann er forseti. Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Dómsmálaráðherrar Maryland-ríkis og Columbia-svæðis í Bandaríkjunum ætla að stefna Donald Trump forseta fyrir dómstólum. Þeir saka forsetann um að rjúfa embættiseið sinn að stjórnarskráinni með því að þiggja milljónir dollara í greiðslur frá erlendum ríkisstjórnum frá því að hann tók við völdum. Forsaga málsins er sú að Trump kaus að eiga áfram fyrirtæki sín þegar hann tók við sem forseti í janúar. Synir hans tveir hafa séð um rekstur fyrirtækjanna. Dómsmálaráðherrarnir tveir, sem báðir eru demókratar, saka Trump um að hafa brotið loforð um að halda embættisfærslum sínum og viðskiptahagsmunum aðskildum.Telja fyrirtæki forsetans mega hagnast á erlendum aðilumWashington Post segir að í stefnunni segi að Trump hafi gerst sekur um fordæmalaus brot gegn stjórnarskránni og grafið undan bandarísku stjórnkerfi. Samþykki alríkisdómari að stefnan eigi rétt á sér gætu dómsmálaráðherrarnir krafist skattaskýrslna forsetans sem hann hefur fram að þessu staðfastlega neitað að gera opinberar. Grein stjórnarskrárinnar sem ráðherrarnir tveir telja Trump hafa brotið fjallar um hagnað af greiðslum frá erlendum og innlendum aðilum. Samkvæmt henni er embættismönnum bannað að hagnast á gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkjum. Telja þeir að Trump brjóti gegn þessu ákvæði með að eiga fyrirtæki áfram sem fái greiðslur frá erlendum ríkjum. Erindrekar erlendra ríkja eru sagðir hafa leitast við að skipta við hótel og önnur fyrirtæki í eigu Trump frá því áður en hann tók við embætti forseta til þess að afla sér tengsla og velþóknun hans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lagði nýlega fram greinargerð í öðru sambærilegu máli sem höfðað var í janúar. Þar heldur ráðuneytið því fram að það sé ekki ólöglegt fyrir fyrirtæki í eigu Trump að hagnast á viðskiptum við erlenda aðila á meðan hann er forseti.
Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila