Fótbolti

Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Árnason í skallabaráttu í kvöld.
Kári Árnason í skallabaráttu í kvöld. Vísir/Eyþór
Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið.

„Þetta er ein af þeim bestu. Þetta er einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið yfir höfuð," sagði kokhraustur Kári í samtali við Vísi.

„Þeir eru með besta miðjumann í heimi og hann sýndi góða takta í dag. Það er mjög erfitt að ná af honum boltanum, en við náðum að loka svæðunum vel svo hann átti fáar sendingarleiðir."

„Við spiluðum þennan leik fullkomnlega. Við héldum loksins hreinu, en þetta var svolítið eins og við spiluðum síðustu undankeppni. Við vörðumst allir og þetta var aldrei í vafa í mínum huga."

„Þetta var mjög þægilegt. Það er kominn tími til að slökkva þessar raddir sem heyrðust eftir Kósóvó leikinn," sagði Kári og hélt áfram að skjóta aðeins á íslenska blaðamenn:

„Það er mjög frústrarandi að heyra gagnrýnisraddir eftir að hafa unnið mjög sterkt lið Kósóvó á útivelli. Menn geta troðið því."

„Að sjálfsögðu. Það er gífurlega mikilvægur leikur gegn Finnum, en þeir sýndu hversu sterkir þeir eru hérna í fyrri leiknum. Það þýðir ekkert að mæta í þann leik öðruvísi en þennan," sagði Kári og bætti við að lokum:

„Við þurfum að vinna alla leikina sem eftir eru."


Tengdar fréttir

Heimir: Þetta var svo asnalegt mark

Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma.

Aron Einar: Fundirnir voru langir en borguðu sig

"Uppleggið virkaði og við fórum vel yfir þá. Fundirnir voru langir, en margborguðu sig í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir sigurinn frækna gegn Króötum á Laugardalsvelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×