Jarðarbúar bera lítið traust til Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2017 07:55 Trump ásamt öðrum þjóðarleiðtogum. Vísir/AFP Hin stutta forsetatíð Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hefur þegar gjörbreytt áliti heimsbyggðarinnar á Bandaríkjunum, ef marka má könnun Pew rannsóknarsetursins sem ræddi við rúmlega fjörutíu þúsund manns um allan heim og spurði álits á Bandaríkjunum og forsetanum. Slík könnun er gerð reglulega og í þetta skiptið versnaði álit fólks á Bandaríkjunum víðast hvar til muna, miðað við það þegar Barack Obama var forseti landsins. Aðeins í tveimur löndum gerðist það að álit fólks á Trump er jákvæðara en í garð Obama, það var í Ísrael og í Rússlandi. Þrír fjórðu hlutar aðspurðra, bera hins vegar lítið sem ekkert traust til forsetans. Í ríkjum sem teljast bandamenn Bandaríkjanna hefur álit íbúa á forseta Bandaríkjanna lækkað mest. Til dæmis sögðust 86 prósent Þjóðverja bera traust til Obama, en einungis ellefu prósent bera traust til Trump. Þó gefa niðurstöður könnunarinnar í skyn að fólk telur að samband ríkja sinna við Bandaríkin muni ekki breytast á næstu árum.Stefnumál og persóna Trump óvinsæl Í niðurstöðum könnunarinnar segir að skortur á trausti til Trump byggi bæði á stefnumálum hans og persónu hans. Ætlun hans að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó er einkar óvinsæl og segjast rúmlega þrír fjórðu vera andsnúnir því. Hins vegar er andstaðan mest í Mexíkó þar sem 94 prósent eru á móti byggingu veggsins. Andstaðan er svipuð við stöðu Trump gagnvart viðskiptasamningum, Parísarsáttmálans og Múslimabannsins svokallaða. Þegar kemur að persónu forsetans segir meirihluti þeirra sem tóku þátt að hann sé hrokafullur, hann skorti umburðarlyndi og sé jafnvel hættulegur. Þrátt fyrir viðhorf heimsbúa til forsetans er viðhorfið til almennra Bandaríkjamanna enn jákvætt. Að meðaltali segjast 58 prósent sjá Bandaríkjamenn í jákvæðu ljósi.Merkel nýr leiðtogi frjálsa heimsins? Könnunin kannaði einnig viðhorf til fólks til annarra þjóðarleiðtoga í heiminum. Þar kemur Angela Merkel, kanslari Þýsklands, vel út. 42 prósent segjast sjá hana í jákvæðu ljósi og 31 prósent eru neikvæð gagnvart henni. Þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, koma ekki jafn vel út úr könnunni. 28 prósent sjá Jinping í jákvæðu ljósi og 27 prósent þegar kemur að Putin. Það sem vekur sérstaka athygli er að 60 prósent Evrópubúa sjá Merkel í jákvæðu ljósi og virðist hún sérstaklega vinsæl á vinstri væng stjórnmálanna þar. Þrátt fyrir að hún leiðir Kristilega demókrata, sem er hægri sinnaður flokkur.Global confidence in:Angela Merkel 42%Xi Jinping 28%Vladimir Putin 27%Donald Trump 22%https://t.co/RNG5t7Sw0P pic.twitter.com/e0VE9zKZNk— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 MAPS: How global confidence in Donald Trump compares with that of Barack Obama and George W. Bush https://t.co/fviOkXVnXh pic.twitter.com/YW4Nc71mpn— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 U.S. image suffers, but America still wins praise for its people, culture and civil liberties https://t.co/RdlI9XyvMm— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Hin stutta forsetatíð Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hefur þegar gjörbreytt áliti heimsbyggðarinnar á Bandaríkjunum, ef marka má könnun Pew rannsóknarsetursins sem ræddi við rúmlega fjörutíu þúsund manns um allan heim og spurði álits á Bandaríkjunum og forsetanum. Slík könnun er gerð reglulega og í þetta skiptið versnaði álit fólks á Bandaríkjunum víðast hvar til muna, miðað við það þegar Barack Obama var forseti landsins. Aðeins í tveimur löndum gerðist það að álit fólks á Trump er jákvæðara en í garð Obama, það var í Ísrael og í Rússlandi. Þrír fjórðu hlutar aðspurðra, bera hins vegar lítið sem ekkert traust til forsetans. Í ríkjum sem teljast bandamenn Bandaríkjanna hefur álit íbúa á forseta Bandaríkjanna lækkað mest. Til dæmis sögðust 86 prósent Þjóðverja bera traust til Obama, en einungis ellefu prósent bera traust til Trump. Þó gefa niðurstöður könnunarinnar í skyn að fólk telur að samband ríkja sinna við Bandaríkin muni ekki breytast á næstu árum.Stefnumál og persóna Trump óvinsæl Í niðurstöðum könnunarinnar segir að skortur á trausti til Trump byggi bæði á stefnumálum hans og persónu hans. Ætlun hans að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó er einkar óvinsæl og segjast rúmlega þrír fjórðu vera andsnúnir því. Hins vegar er andstaðan mest í Mexíkó þar sem 94 prósent eru á móti byggingu veggsins. Andstaðan er svipuð við stöðu Trump gagnvart viðskiptasamningum, Parísarsáttmálans og Múslimabannsins svokallaða. Þegar kemur að persónu forsetans segir meirihluti þeirra sem tóku þátt að hann sé hrokafullur, hann skorti umburðarlyndi og sé jafnvel hættulegur. Þrátt fyrir viðhorf heimsbúa til forsetans er viðhorfið til almennra Bandaríkjamanna enn jákvætt. Að meðaltali segjast 58 prósent sjá Bandaríkjamenn í jákvæðu ljósi.Merkel nýr leiðtogi frjálsa heimsins? Könnunin kannaði einnig viðhorf til fólks til annarra þjóðarleiðtoga í heiminum. Þar kemur Angela Merkel, kanslari Þýsklands, vel út. 42 prósent segjast sjá hana í jákvæðu ljósi og 31 prósent eru neikvæð gagnvart henni. Þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, koma ekki jafn vel út úr könnunni. 28 prósent sjá Jinping í jákvæðu ljósi og 27 prósent þegar kemur að Putin. Það sem vekur sérstaka athygli er að 60 prósent Evrópubúa sjá Merkel í jákvæðu ljósi og virðist hún sérstaklega vinsæl á vinstri væng stjórnmálanna þar. Þrátt fyrir að hún leiðir Kristilega demókrata, sem er hægri sinnaður flokkur.Global confidence in:Angela Merkel 42%Xi Jinping 28%Vladimir Putin 27%Donald Trump 22%https://t.co/RNG5t7Sw0P pic.twitter.com/e0VE9zKZNk— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 MAPS: How global confidence in Donald Trump compares with that of Barack Obama and George W. Bush https://t.co/fviOkXVnXh pic.twitter.com/YW4Nc71mpn— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017 U.S. image suffers, but America still wins praise for its people, culture and civil liberties https://t.co/RdlI9XyvMm— Pew Research Center (@pewresearch) June 27, 2017
Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira