Trump sakar Obama um aðgerðarleysi Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2017 23:30 Donald Trump hefur sagt rannsóknirnar á mögulegum tengslum rússneskra stjórnvalda og manna tengdum Trump vera "nornaveiðar“. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um aðgerðaleysi varðandi meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Trump segir að Obama hafi frétt af afskiptunum löngu fyrir kosningarnar sjálfar og „ekkert gert“. Ummæli Trump koma í kjölfar greinar bandaríska blaðsins Washington Post þar sem fram kemur að Obama hafi frétt af „beinni aðkomu“ Vladimír Pútín Rússlandsforseta af kosningunum í ágúst á síðasta ári, en kosningarnar voru haldnar í nóvember. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir í Bandaríkjunum á meintum afskiptum Rússa af kosningunum.Bein aðkoma Pútín Í grein Washington Post kemur fram að heimildarmenn Obama innan rússneska stjórnkerfisins hafi greint honum frá því að Pútín ætti aðkomu að tölvuherferð ætlaðri að trufla kosningarnar, skaða framboð Demókratans Hillary Clinton og hjálpa framboði Trump. Þar segir einnig að Obama og ráðgjafar hans hafi rætt fjölda möguleika til að refsa Rússum en að lokum ákveðið að grípa til táknrænna aðgerða. Þannig var 35 rússneskum embættismönnum vísað úr landi í desember síðastliðinn, mörgum vikum eftir kosningarnar. Obama hafi óttast að ef hann myndi grípa til aðgerða gegn Rússum væri hætta á að almenningur myndi líta svo á að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Trump hefur sagt rannsóknirnar á mögulegum tengslum rússneskra stjórnvalda og manna tengdum Trump vera „nornaveiðar“.Since the Obama Administration was told way before the 2016 Election that the Russians were meddling, why no action? Focus on them, not T!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 24, 2017 Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um aðgerðaleysi varðandi meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Trump segir að Obama hafi frétt af afskiptunum löngu fyrir kosningarnar sjálfar og „ekkert gert“. Ummæli Trump koma í kjölfar greinar bandaríska blaðsins Washington Post þar sem fram kemur að Obama hafi frétt af „beinni aðkomu“ Vladimír Pútín Rússlandsforseta af kosningunum í ágúst á síðasta ári, en kosningarnar voru haldnar í nóvember. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir í Bandaríkjunum á meintum afskiptum Rússa af kosningunum.Bein aðkoma Pútín Í grein Washington Post kemur fram að heimildarmenn Obama innan rússneska stjórnkerfisins hafi greint honum frá því að Pútín ætti aðkomu að tölvuherferð ætlaðri að trufla kosningarnar, skaða framboð Demókratans Hillary Clinton og hjálpa framboði Trump. Þar segir einnig að Obama og ráðgjafar hans hafi rætt fjölda möguleika til að refsa Rússum en að lokum ákveðið að grípa til táknrænna aðgerða. Þannig var 35 rússneskum embættismönnum vísað úr landi í desember síðastliðinn, mörgum vikum eftir kosningarnar. Obama hafi óttast að ef hann myndi grípa til aðgerða gegn Rússum væri hætta á að almenningur myndi líta svo á að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Trump hefur sagt rannsóknirnar á mögulegum tengslum rússneskra stjórnvalda og manna tengdum Trump vera „nornaveiðar“.Since the Obama Administration was told way before the 2016 Election that the Russians were meddling, why no action? Focus on them, not T!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 24, 2017
Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira