Ummælin lét Uhlmann falla á áströlsku sjónvarpsstöðinni ABC en hann sagði meðal annars að bandaríski forsetinn hefði verið „einangraður og vinalaus“ á G20 fundinum og að utanríkisstefna hans hefði „flýtt fyrir hnignun Bandaríkjanna sem heimsveldis.“
Forsetinn hafi ekki sýnt „neina tilburði eða áhuga á að leiða heiminn“ og sé sjálfur „stærsta ógnin við vestræn gildi.“ Augljóst sé að aðrir leiðtogar vilji frekar vinna í kringum Trump heldur en með honum.
Ummælin hafa hlotið mikla athygli og hefur þeim verið deilt þúsundum sinnum á Twitter.
Wow. A searing assessment of the President of the United States by political editor @CUhlmann of Australia's ABC. pic.twitter.com/TnfUwAPkOP
— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 9, 2017