Fótbolti

Íslendingar aldrei verið ofar á styrkleikalistanum en eru ekki lengur konungar norðursins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýr styrkleikalisti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, var gefinn út í dag.

Eins og frá hafði verið greint á Vísi er íslenska karlalandsliðið í 19. sæti listans og hefur aldrei verið ofar.

Íslensku strákarnir unnu Króatíu í júní og sá sigur skilar þeim upp um þrjú sæti á listanum.

Króatía fer einnig upp um þrjú sæti og er í því fimmtánda. Úkraína, sem er með Íslandi og Króatíu í riðli í undankeppni HM, tekur stórt stökk upp í 25. sæti listans. Tyrkland hrapar niður í 33. sæti, Finnland er í 110. sæti og Kósóvó í 177. sæti.

Þýskaland, sem vann Álfukeppnina, tekur efsta sæti listans af Brasilíu sem er núna í 2. sæti. Argentína er í 3. sæti, Portúgal í því fjórða, Sviss því fimmta og Pólland því sjötta.

Ísland er ekki lengur besta Norðurlandaþjóðin því Svíþjóð er komin upp í 18. sætið. Danmörk er í 47. sæti, Norðmennirnir hans Lars Lagerbäck í 88. sæti, tveimur sætum á undan Færeyjum sem falla niður um 10 sæti.

Athygli vekur að Bandaríkinn falla niður um 12 sæti og í það þrítugastaogfimmta.

Styrkleikalisti FIFA:

1. Þýskaland

2. Brasilía

3. Argentína

4. Portúgal

5. Sviss

6. Pólland

7. Síle

8. Kólumbía

9. Frakkland

10. Belgía

11. Spánn

12. Ítalía

13. England

14. Perú

15. Króatía

16. Mexíkó

17. Úrúgvæ

18. Svíþjóð

19. Ísland

20. Wales

Styrkleikalista FIFA má sjá í heild sinni með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×