Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2017 19:04 Kris Kobach er innanríkisráðherra Kansas-ríkis og varaformaður kosninganefndar sem Trump kom á fót með tilskipun. Vísir/EPA Yfirvöld í fjörutíu og fjórum ríkjum Bandaríkjanna hafa hafnað beiðni kosningarannsakanda Donalds Trump um upplýsingar um kjósendur. Rannsakandinn vildi meðal annars upplýsingar um kennitölur fólks, flokkstengsl og heimilisföng. Trump skipaði nefnd til að rannsaka kosningar í Bandaríkjunum í maí eftir að hafa um margra mánaða skyn fullyrt án sannana að milljónir manna hefðu kosið ólöglega í forsetakosningunum í nóvember. Þess vegna hefði hann ekki hlotið flest greidd atkvæði yfir allt landið. Kris Kobach, varaformaður forsetaráðsins um heilindi kosninga, sendi yfirvöldum í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna bréf í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir opinberum upplýsingum um kjósendur. Bað hann um full nöfn skráðra kjósenda, heimilsföng þeirra, fæðingardag, flokkstengsl, síðustu fjóra stafina í kennitölum þeirra, upplýsingar um hvaða kosningar þeir hefðu greitt atkvæði um frá 2006, sakaskrá, hvort þeir væru skráðir kjósendur í öðrum ríkjum, gögn um herþjónustu og hvort þeir hefðu búið erlendis.Sjá einnig: Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Upplýsingabeiðnin hefur verið umdeild og hafa mörg ríkin dregið lögmæti hennar í efa. CNN-fréttastöðin segir að fyrirspurnir hennar hafi leitt í ljós að 44 ríki hafi hafnað beiðninni. Mörg þeirra telja að það standist ekki lög að afhenda upplýsinga um kennitölur eða flokkstengsl. Gagnrýnendur hafa einnig bent á að rannsakendurnir hafi ekki hugað nægilega að tölvuöryggi. Vefgáttin sem ríkjunum var sagt að senda upplýsingarnar í geti verið auðvelt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Trump er ekki sáttur við ríki sem vilja ekki verða við beiðni nefndar hans sem hann kallaði „kosningasvindslnefnd“ í tísti á laugardag. Gaf hann í skyn að ríkin sem vildu ekki afhenda persónuupplýsingar um íbúa sína hefðu eitthvað að fela. Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Yfirvöld í fjörutíu og fjórum ríkjum Bandaríkjanna hafa hafnað beiðni kosningarannsakanda Donalds Trump um upplýsingar um kjósendur. Rannsakandinn vildi meðal annars upplýsingar um kennitölur fólks, flokkstengsl og heimilisföng. Trump skipaði nefnd til að rannsaka kosningar í Bandaríkjunum í maí eftir að hafa um margra mánaða skyn fullyrt án sannana að milljónir manna hefðu kosið ólöglega í forsetakosningunum í nóvember. Þess vegna hefði hann ekki hlotið flest greidd atkvæði yfir allt landið. Kris Kobach, varaformaður forsetaráðsins um heilindi kosninga, sendi yfirvöldum í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna bréf í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir opinberum upplýsingum um kjósendur. Bað hann um full nöfn skráðra kjósenda, heimilsföng þeirra, fæðingardag, flokkstengsl, síðustu fjóra stafina í kennitölum þeirra, upplýsingar um hvaða kosningar þeir hefðu greitt atkvæði um frá 2006, sakaskrá, hvort þeir væru skráðir kjósendur í öðrum ríkjum, gögn um herþjónustu og hvort þeir hefðu búið erlendis.Sjá einnig: Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Upplýsingabeiðnin hefur verið umdeild og hafa mörg ríkin dregið lögmæti hennar í efa. CNN-fréttastöðin segir að fyrirspurnir hennar hafi leitt í ljós að 44 ríki hafi hafnað beiðninni. Mörg þeirra telja að það standist ekki lög að afhenda upplýsinga um kennitölur eða flokkstengsl. Gagnrýnendur hafa einnig bent á að rannsakendurnir hafi ekki hugað nægilega að tölvuöryggi. Vefgáttin sem ríkjunum var sagt að senda upplýsingarnar í geti verið auðvelt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Trump er ekki sáttur við ríki sem vilja ekki verða við beiðni nefndar hans sem hann kallaði „kosningasvindslnefnd“ í tísti á laugardag. Gaf hann í skyn að ríkin sem vildu ekki afhenda persónuupplýsingar um íbúa sína hefðu eitthvað að fela.
Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira