Lífverðir forsetans segja lögmann hans fara með rangt mál Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2017 06:42 Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Vísir/Getty Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, sem fundaði árið 2016 með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumanni sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fyrir fundinn fékk Trump þau skilaboð að markmið hans væri að koma skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í hendur starfsmanna framboðs Trump eldri. Það væri liður í áætlun stjórnvalda í Rússlandi að styðja við bakið á Trump. Trump yngri birti tölvupósta í síðustu viku, sem staðfesta þetta. Bæði hann og lögfræðingurinn, Natalia Veselnitskaya, neita því að slíkar upplýsingar hafi verið ræddar á fundi þeirra.Uppljóstranir New York Times um fundinn voru tilefni þess að Trump birti póstana. Á dögunum áður hafði hann verið margsaga um fundinn sjálfan.Lögmaður Trump eldri sagði í gær að lífverðir forsetans hefðu leyft fundi Trump yngri að fara fram, en fundurinn var í Trump-turninum í New York. „Ég velti fyrir mér, ef þetta var svona skaðlegt, af hverju lífverðir forsetans hleyptu þessu fólki inn. Forsetinn var undir þeirra vernd á þessum tíma og þetta atriði kveikti spurningar hjá mér,“ sagði Jay Sekulow, einn af lögmönnum forsetans í gær.Lífverðirnir segja þetta þó ekki rétt. Trump yngri hafi ekki notið verndar þeirra í júní 2016, þegar fundurinn fór fram, og ekkert tilefni hafi verið til að taka fólk sem hann fundaði með til skoðunar. Forsetinn sjálfur naut verndar lífvarðanna en ekki starfsmenn framboðs hans.Sérstakur saksóknari og nokkrar þingnefndir rannsaka nú afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim. Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 „Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, sem fundaði árið 2016 með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumanni sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fyrir fundinn fékk Trump þau skilaboð að markmið hans væri að koma skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í hendur starfsmanna framboðs Trump eldri. Það væri liður í áætlun stjórnvalda í Rússlandi að styðja við bakið á Trump. Trump yngri birti tölvupósta í síðustu viku, sem staðfesta þetta. Bæði hann og lögfræðingurinn, Natalia Veselnitskaya, neita því að slíkar upplýsingar hafi verið ræddar á fundi þeirra.Uppljóstranir New York Times um fundinn voru tilefni þess að Trump birti póstana. Á dögunum áður hafði hann verið margsaga um fundinn sjálfan.Lögmaður Trump eldri sagði í gær að lífverðir forsetans hefðu leyft fundi Trump yngri að fara fram, en fundurinn var í Trump-turninum í New York. „Ég velti fyrir mér, ef þetta var svona skaðlegt, af hverju lífverðir forsetans hleyptu þessu fólki inn. Forsetinn var undir þeirra vernd á þessum tíma og þetta atriði kveikti spurningar hjá mér,“ sagði Jay Sekulow, einn af lögmönnum forsetans í gær.Lífverðirnir segja þetta þó ekki rétt. Trump yngri hafi ekki notið verndar þeirra í júní 2016, þegar fundurinn fór fram, og ekkert tilefni hafi verið til að taka fólk sem hann fundaði með til skoðunar. Forsetinn sjálfur naut verndar lífvarðanna en ekki starfsmenn framboðs hans.Sérstakur saksóknari og nokkrar þingnefndir rannsaka nú afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 „Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
„Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00