Ákærður fyrir fimm sýruárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2017 23:21 Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum. vísir/afp Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Ákæran er í fimmtán liðum en hann er meðal annars sakaður um að hafa valdið alvarlegum líkamlegum skaða, fyrir rán og fjórar tilraunir til ráns. Árásirnar áttu sér stað á níutíu mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna. Annar piltur, fimmtán ára, var handtekinn í tengslum við þær en honum var sleppt úr haldi, gegn tryggingu, í morgun. Hinn ákærði sætir enn gæsluvarðhaldi. Fyrsta árásin var gerð laust fyrir klukkan 22.30 að staðartíma. Þá réðust tveir menn á matarsendilinn Jabed Hussain þar sem hann ók bifhjóli sínu eftir Hackney Road. Þeir eru sagðir hafa skvett sýru í andlit hans og stolið vespunni í kjölfarið.Enginn vildi aðstoða Hussain segist í samtali við Guardian ekki hafa áttað sig á því í fyrstu að um sýru hefði verið að ræða. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri sýra. Síðan byrjaði hún að svíða. Ég sá að þeir ætluðu að skvetta framan í mig aftur þannig að ég stökk af hjólinu og reyndi að fela mig bak við bíla,“ segir hann og bætir við að árásir á hendur matarsendlum hafi aukist nokkuð upp á síðkastið, sérstaklega á þessu tiltekna svæði. Hussain segist í framhaldinu hafa hlaupið að næstu umferðarljósum og grátbeðið ökumenn um að hjálpa sér. „Ég öskraði eftir hjálp og vatni. En enginn vildi opna bílhurðina eða gluggann,“ segir hann. Að lokum stoppaði ein kona og ók honum á næsta spítala. Hussain er ekki talinn alvarlega slasaður. Aðeins tuttugu mínútum síðar var ráðist á annan mann, en hann var sömuleiðis á litlu bifhjóli. Um fjörutíu mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás, og um 23.20 barst lögreglu tilkynning um Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi. Áverkar hans eru sagðir koma til með að breyta lífi hans til frambúðar. Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli og var hjólinu í kjölfarið stolið.Sýruárásum fjölgað Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, en tilkynnt hefur verið um hátt í tvö þúsund slíkar árásir frá árinu 2010. Þar af bárust 454 tilkynningar á síðasta ári, samanborið við 261 árið 2015. Lögreglustjóri London hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Tengdar fréttir Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48 Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld. Ákæran er í fimmtán liðum en hann er meðal annars sakaður um að hafa valdið alvarlegum líkamlegum skaða, fyrir rán og fjórar tilraunir til ráns. Árásirnar áttu sér stað á níutíu mínútna tímabili í norðausturhluta Lundúna. Annar piltur, fimmtán ára, var handtekinn í tengslum við þær en honum var sleppt úr haldi, gegn tryggingu, í morgun. Hinn ákærði sætir enn gæsluvarðhaldi. Fyrsta árásin var gerð laust fyrir klukkan 22.30 að staðartíma. Þá réðust tveir menn á matarsendilinn Jabed Hussain þar sem hann ók bifhjóli sínu eftir Hackney Road. Þeir eru sagðir hafa skvett sýru í andlit hans og stolið vespunni í kjölfarið.Enginn vildi aðstoða Hussain segist í samtali við Guardian ekki hafa áttað sig á því í fyrstu að um sýru hefði verið að ræða. „Ég áttaði mig ekki á að þetta væri sýra. Síðan byrjaði hún að svíða. Ég sá að þeir ætluðu að skvetta framan í mig aftur þannig að ég stökk af hjólinu og reyndi að fela mig bak við bíla,“ segir hann og bætir við að árásir á hendur matarsendlum hafi aukist nokkuð upp á síðkastið, sérstaklega á þessu tiltekna svæði. Hussain segist í framhaldinu hafa hlaupið að næstu umferðarljósum og grátbeðið ökumenn um að hjálpa sér. „Ég öskraði eftir hjálp og vatni. En enginn vildi opna bílhurðina eða gluggann,“ segir hann. Að lokum stoppaði ein kona og ók honum á næsta spítala. Hussain er ekki talinn alvarlega slasaður. Aðeins tuttugu mínútum síðar var ráðist á annan mann, en hann var sömuleiðis á litlu bifhjóli. Um fjörutíu mínútum eftir fyrstu árásina varð þriðja manneskjan fyrir sýruárás, og um 23.20 barst lögreglu tilkynning um Cazenove Road í Stoke Newington. Sýru hafði verið skvett í andlit manns á vettvangi. Áverkar hans eru sagðir koma til með að breyta lífi hans til frambúðar. Síðasta árásin var gerð á mann á bifhjóli og var hjólinu í kjölfarið stolið.Sýruárásum fjölgað Sýruárásum í London hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum, en tilkynnt hefur verið um hátt í tvö þúsund slíkar árásir frá árinu 2010. Þar af bárust 454 tilkynningar á síðasta ári, samanborið við 261 árið 2015. Lögreglustjóri London hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála.
Tengdar fréttir Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48 Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Unglingur handtekinn í tengslum við fimm sýruárásir í London Fyrsta árásin var gerð rétt fyrir hálf 11 í gærkvöldi að staðartíma. 32 ára karlmaður, sem keyrði á bifhjóli eftir Hackney Road, hlaut áverka á andliti eftir að tveir karlmenn á öðru bifhjóli réðust á hann. 14. júlí 2017 10:48
Sýruárásum fjölgar í London Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar. 14. júlí 2017 23:24