Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2017 09:25 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum hefur verið umdeilt í Bandaríkjunum og víða um heim. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump hefur vísað úrskurði alríkisdómara á Havaí sem útvatnaði ferðabann forsetans gegn múslimum enn frekar til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hæstiréttur heimilaði að takmörkuð útgáfa ferðabannsins tæki gildi eftir að alríkisdómarar höfðu sett lögbann á það eftir að það var fyrst gefið út eftir embættistöku Trump. Skilyrðið var að þeir sem vildu koma frá sex múslimalöndum þyrftu að hafa „raunveruleg“ tengsl við Bandaríkin. Ríkisstjórn hans gaf þá út vinnureglur um hverjum skyldi heimilt að ferðast til Bandaríkjanna. Samkvæmt þeim töldust ömmur og afar, barnabörn, mágar og mágkonur, frændar og frænkur ekki hafa „raunveruleg“ tengsl við ættingja sína í Bandaríkjunum.Felldi úr gildi skilgreiningu ríkisstjórnarinnarAlríkisdómari á Havaí breytti þessum lista hins vegar með úrskurði sínum fyrr í vikunni og lét hann nái yfir fyrrnefnd fjölskyldutengsl. Hann bannaði ríkisstjórninni einnig að útiloka flóttamenn sem hafi fengið formlegt vilyrði og loforð frá stofnun um hæli í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt The Guardian. Það mun nú koma til kasta Hæstaréttar að skera úr um hvort að skilgreining ríkisstjórnarinnar á því hver teljist hafa raunveruleg tengsl við Bandaríkin hafi verið í samræmi við lög og reglur. Ferðabannið nær til borgara Sýrlands, Súdan, Sómalíu, Líbíu, Írans og Jemen. Múslimar eru í meirihluta í öllum ríkjunum sex. Donald Trump Tengdar fréttir Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur vísað úrskurði alríkisdómara á Havaí sem útvatnaði ferðabann forsetans gegn múslimum enn frekar til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hæstiréttur heimilaði að takmörkuð útgáfa ferðabannsins tæki gildi eftir að alríkisdómarar höfðu sett lögbann á það eftir að það var fyrst gefið út eftir embættistöku Trump. Skilyrðið var að þeir sem vildu koma frá sex múslimalöndum þyrftu að hafa „raunveruleg“ tengsl við Bandaríkin. Ríkisstjórn hans gaf þá út vinnureglur um hverjum skyldi heimilt að ferðast til Bandaríkjanna. Samkvæmt þeim töldust ömmur og afar, barnabörn, mágar og mágkonur, frændar og frænkur ekki hafa „raunveruleg“ tengsl við ættingja sína í Bandaríkjunum.Felldi úr gildi skilgreiningu ríkisstjórnarinnarAlríkisdómari á Havaí breytti þessum lista hins vegar með úrskurði sínum fyrr í vikunni og lét hann nái yfir fyrrnefnd fjölskyldutengsl. Hann bannaði ríkisstjórninni einnig að útiloka flóttamenn sem hafi fengið formlegt vilyrði og loforð frá stofnun um hæli í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt The Guardian. Það mun nú koma til kasta Hæstaréttar að skera úr um hvort að skilgreining ríkisstjórnarinnar á því hver teljist hafa raunveruleg tengsl við Bandaríkin hafi verið í samræmi við lög og reglur. Ferðabannið nær til borgara Sýrlands, Súdan, Sómalíu, Líbíu, Írans og Jemen. Múslimar eru í meirihluta í öllum ríkjunum sex.
Donald Trump Tengdar fréttir Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13
Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28