Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 28. júlí 2017 08:25 John McCain mætti í þingið til að greiða atkvæði þrátt fyrir að vera nýgreindur með krabbamein í heila. Hann kaus gegn afnámi Obamacare. Vísir/AFP Nýjasta tilraun Donalds Trumps forseta og repúblikana til að fella úr gildi sjúkratryggingalögin sem nefnd hafa verið Obamacare fór út um þúfur í nótt þegar þrír Repúblikanar kusu gegn frumvarpi þess efnis. Repúblikanar hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að afnema Obamacare en það hefur verið þeirra helsta baráttumál undanfarin ár. Þeim hefur hins vegar gengið illa að koma sér saman um frumvarp að lögum sem geti komið í staðinn. Tillagan sem var felld í öldungadeildinni með fimmtíu og einu atkvæði gegn fjörutíu og níu í nótt hefði afnumið Obamacare að hluta til. Á meðal þeirra sem kusu gegn frumvarpinu var John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku. Hann mætti í atkvæðagreiðslur um afnám Obamacare nánast beint af spítala.Washington Post segir að Mike Pence, varaforseti, hafi í tuttugu mínútur reynt að sannfæra McCain um að kjósa með afnmámi Obamacare í þingsalnum en án árangurs. Pence var í salnum til að greiða atkvæði ef jafnmargir þingmenn væru með og á móti frumvarpinu.Forsetinn sakar þingmenn um að bregðast þjóðinniMitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var ekki sáttur með sitt fólk og sagði að um vonbrigðastund væri að ræða. Hann hefur nú tekið málið á dagskrá. Óvíst er hver næstu skref repúblikana verða. Þeir eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Trump tjáði sig um ósigurinn á Twitter seint í gærkvöldi. Sagði hann þrjá repúblikana og 48 demókrata hafa brugðist bandarísku þjóðinni. Endurtók hann hótun sína um að stjórn hans myndi láta Obamacare falla um sjálft sig áður en repúblikanar semdu lög sem kæmu í staðinn. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að afgerandi meirihluti bandarísks almennings er andsnúinn þeim frumvörpum sem repúblikanar hafa lagt fram til að koma í staðinn fyrir Obamacare.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar John McCain greiddi atkvæði sitt gegn frumvarpinu um afnám Obamacare. Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Nýjasta tilraun Donalds Trumps forseta og repúblikana til að fella úr gildi sjúkratryggingalögin sem nefnd hafa verið Obamacare fór út um þúfur í nótt þegar þrír Repúblikanar kusu gegn frumvarpi þess efnis. Repúblikanar hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að afnema Obamacare en það hefur verið þeirra helsta baráttumál undanfarin ár. Þeim hefur hins vegar gengið illa að koma sér saman um frumvarp að lögum sem geti komið í staðinn. Tillagan sem var felld í öldungadeildinni með fimmtíu og einu atkvæði gegn fjörutíu og níu í nótt hefði afnumið Obamacare að hluta til. Á meðal þeirra sem kusu gegn frumvarpinu var John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku. Hann mætti í atkvæðagreiðslur um afnám Obamacare nánast beint af spítala.Washington Post segir að Mike Pence, varaforseti, hafi í tuttugu mínútur reynt að sannfæra McCain um að kjósa með afnmámi Obamacare í þingsalnum en án árangurs. Pence var í salnum til að greiða atkvæði ef jafnmargir þingmenn væru með og á móti frumvarpinu.Forsetinn sakar þingmenn um að bregðast þjóðinniMitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var ekki sáttur með sitt fólk og sagði að um vonbrigðastund væri að ræða. Hann hefur nú tekið málið á dagskrá. Óvíst er hver næstu skref repúblikana verða. Þeir eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Trump tjáði sig um ósigurinn á Twitter seint í gærkvöldi. Sagði hann þrjá repúblikana og 48 demókrata hafa brugðist bandarísku þjóðinni. Endurtók hann hótun sína um að stjórn hans myndi láta Obamacare falla um sjálft sig áður en repúblikanar semdu lög sem kæmu í staðinn. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að afgerandi meirihluti bandarísks almennings er andsnúinn þeim frumvörpum sem repúblikanar hafa lagt fram til að koma í staðinn fyrir Obamacare.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar John McCain greiddi atkvæði sitt gegn frumvarpinu um afnám Obamacare.
Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila