Hækkun hlutabréfa Amazon-netverslunarinnar í morgun skaut Jeff Bezos, stofnanda fyrirtækisins, upp fyrir Bill Gates, stofnanda Microsoft, á lista ríkustu manna heims.
Eignir Bezos jukust við hættunina um 1,1 milljarð Bandaríkjadala, um 115 milljarða króna á gengi dagsins í dag, og eru nú metnar á 90,9 milljarða dala, eða um 9.518 milljarða króna. Eignir Gates eru metnar á 90,7 milljarða dala.
Hlutabréf Amazon hækkuðu vegna frétta af nýjum afkomutölum fyrirtækisins. Haldi hækkunin út daginn er Bezos ríkasti maður heims á lista Bloomberg.
Gates hefur verið á toppi lista Bloomberg yfir ríkustu menn heims frá árinu 2013.
Bezos á 17% hlut í Amazon. Hann er einnig eigandi dagblaðsins Washington Post.
Bezos tekur fram úr Gates sem ríkasti maður heims
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent


Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent



Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent
