Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 15:07 Anthony Scaramucci virðist saka starfsmannastjóra Hvíta hússins um að leka upplýsingum í fjölmiðla. Vísir/AFP Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins skorar á starfsmannastjóra þess að sýna fram á að hann hafi ekki lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Í viðtali við CNN í morgun sagði hann það í höndum Donalds Trump að meta hvort hægt væri að laga samskipti þeirra tveggja. Anthony Scaramucci tók við starfi samskiptastjóra eftir að Sean Spicer sagði upp í síðustu viku. Spicer hafði verið ósáttur við að Trump forseti ætlaði að ráða Scaramucci í upplýsingateymi Hvíta hússins. Politico greindi í gærkvöldi frá fjárhagsupplýsingum um Scaramucci frá því þegar hann starfaði fyrir Export-Import-banka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þær upplýsingar eru opinberar hverjum sem biður um þær. Blaðið vitnaði í þær upplýsingar til að greina frá því að Scaramucci gæti hagnast um milljónir dollara á eignarhlut í fjárfestingarfélagi á sama tíma og hann starfaði í Hvíta húsinu. Scaramucci tók fréttunum hins vegar illa og kallaði opinberun upplýsinganna leka og glæpsamlegt athæfi. Nefndi hann Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, í tísti þar sem hann sagðist ætla að hafa samband við alríkislögregluna FBI vegna málsins. Samskiptastjórinn eyddi tístinu síðar en einhverjir túlkuðu það þannig að hann vildi að FBI rannsakaði Priebus fyrir meintan ólöglegan leka á upplýsingum.Trump forseti er sagður hafa gefið Scaramucci leyfi til að ræða um Reince Priebus og leka við CNN.Vísir/AFPEins og Kain og AbelÍ viðtali við CNN í morgun upplýsti Scaramucci svo að samband þeirra Priebus væri stirt. Líkti hann þeim meðal annars við bræðurna Kain og Abel úr Biblíunni. Í sögunni af þeim myrti Kain bróður sinni vegna afbrýðisemi. Ástæðuna fyrir því að hann nefndi Priebus í tístinu sagði hann þá að sem starsfmannastjóri bæri hann ábyrgð á að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. „Ef Reince vill útskýra að hann sé ekki lekari leyfið honum að gera það,“ sagði Scaramucci. Sagði hann jafnframt að þeir sem leka upplýsingum um aðgerðir vegna Norður-Kóreu eða Írans fremji landráð. Fyrir 150 árum hefði slíkir menn verið hengdir.Washington Post segir að Scaramucci hafi staðfest að Trump hafi sjálfur leyft honum að fara í viðtalið við CNN og tala um Priebus og lekana.Uppfært: Starfstitill Scaramucci hefur verið leiðréttur. Donald Trump Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins skorar á starfsmannastjóra þess að sýna fram á að hann hafi ekki lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Í viðtali við CNN í morgun sagði hann það í höndum Donalds Trump að meta hvort hægt væri að laga samskipti þeirra tveggja. Anthony Scaramucci tók við starfi samskiptastjóra eftir að Sean Spicer sagði upp í síðustu viku. Spicer hafði verið ósáttur við að Trump forseti ætlaði að ráða Scaramucci í upplýsingateymi Hvíta hússins. Politico greindi í gærkvöldi frá fjárhagsupplýsingum um Scaramucci frá því þegar hann starfaði fyrir Export-Import-banka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þær upplýsingar eru opinberar hverjum sem biður um þær. Blaðið vitnaði í þær upplýsingar til að greina frá því að Scaramucci gæti hagnast um milljónir dollara á eignarhlut í fjárfestingarfélagi á sama tíma og hann starfaði í Hvíta húsinu. Scaramucci tók fréttunum hins vegar illa og kallaði opinberun upplýsinganna leka og glæpsamlegt athæfi. Nefndi hann Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, í tísti þar sem hann sagðist ætla að hafa samband við alríkislögregluna FBI vegna málsins. Samskiptastjórinn eyddi tístinu síðar en einhverjir túlkuðu það þannig að hann vildi að FBI rannsakaði Priebus fyrir meintan ólöglegan leka á upplýsingum.Trump forseti er sagður hafa gefið Scaramucci leyfi til að ræða um Reince Priebus og leka við CNN.Vísir/AFPEins og Kain og AbelÍ viðtali við CNN í morgun upplýsti Scaramucci svo að samband þeirra Priebus væri stirt. Líkti hann þeim meðal annars við bræðurna Kain og Abel úr Biblíunni. Í sögunni af þeim myrti Kain bróður sinni vegna afbrýðisemi. Ástæðuna fyrir því að hann nefndi Priebus í tístinu sagði hann þá að sem starsfmannastjóri bæri hann ábyrgð á að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. „Ef Reince vill útskýra að hann sé ekki lekari leyfið honum að gera það,“ sagði Scaramucci. Sagði hann jafnframt að þeir sem leka upplýsingum um aðgerðir vegna Norður-Kóreu eða Írans fremji landráð. Fyrir 150 árum hefði slíkir menn verið hengdir.Washington Post segir að Scaramucci hafi staðfest að Trump hafi sjálfur leyft honum að fara í viðtalið við CNN og tala um Priebus og lekana.Uppfært: Starfstitill Scaramucci hefur verið leiðréttur.
Donald Trump Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira