Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 20:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að banna trans fólki að þjóna í herafla Bandaríkjanna svo hann gæti tryggt sér fjármagn til byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra og James Mattis, varnarmálaráðherra, greip ekki til aðgerða sem þeim þóknuðust. Trump hikaði ekki, samkvæmt frétt Politico, og tilkynnti bannið á Twitter í dag. Deilurnar meðal þingmanna ógnuðu frumvarpi sem ætlað er að tryggja fjármagn til byggingu múrsins umdeilda. Þingmennirnir höfðu hótað því að styðja ekki frumvarpið ef fjárútlát ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði ekki stöðvað.Sjá einnig: Transfólk má ekki gegn herþjónustu0,04 til 0,13 prósent Eins og stendur eru allt að 250 manneskjur í herafla Bandaríkjanna sem eru í því ferli að leiðrétta kyn sitt. Rand Corp. áætlaði í fyrra að um 2.450 manns sem hafa farið í kynleiðréttingu hafi þjónað í hernum. Herafli Bandaríkjanna samanstendur af um 1,3 milljónum manna. Óvíst er hvað verður um trans fólk sem gegnir nú herþjónustu. Sarah Huckabee, talskona Hvíta hússins, sagði í dag að farið yrði yfir hvernig bannið yrði sett á.Rand Corp. áætlaði einnig að kostnaður heraflans vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði frá 2,4 milljónum dala til 8,4 milljóna á ári. Það fæli í sér 0,04 til 0,13 prósenta aukninga fjárútláta, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Skammt er síðan frumvarp var lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sem hefðu meinað hernaðaryfirvöldum landsins að borga fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Það frumvarp var þó fellt með naumum meirihluta.Samkvæmt frétt Washington Post virðist ákvörðun Trump hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart í dag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og það hafa repúblikanar einnig gert. John McCain sagði til dæmis að yfirlýsing forsetans hefði verið óljós og „enn eitt dæmið“ um að ekki ætti að tilkynna mikilvægar stefnubreytingar á Twitter. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að banna trans fólki að þjóna í herafla Bandaríkjanna svo hann gæti tryggt sér fjármagn til byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra og James Mattis, varnarmálaráðherra, greip ekki til aðgerða sem þeim þóknuðust. Trump hikaði ekki, samkvæmt frétt Politico, og tilkynnti bannið á Twitter í dag. Deilurnar meðal þingmanna ógnuðu frumvarpi sem ætlað er að tryggja fjármagn til byggingu múrsins umdeilda. Þingmennirnir höfðu hótað því að styðja ekki frumvarpið ef fjárútlát ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði ekki stöðvað.Sjá einnig: Transfólk má ekki gegn herþjónustu0,04 til 0,13 prósent Eins og stendur eru allt að 250 manneskjur í herafla Bandaríkjanna sem eru í því ferli að leiðrétta kyn sitt. Rand Corp. áætlaði í fyrra að um 2.450 manns sem hafa farið í kynleiðréttingu hafi þjónað í hernum. Herafli Bandaríkjanna samanstendur af um 1,3 milljónum manna. Óvíst er hvað verður um trans fólk sem gegnir nú herþjónustu. Sarah Huckabee, talskona Hvíta hússins, sagði í dag að farið yrði yfir hvernig bannið yrði sett á.Rand Corp. áætlaði einnig að kostnaður heraflans vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði frá 2,4 milljónum dala til 8,4 milljóna á ári. Það fæli í sér 0,04 til 0,13 prósenta aukninga fjárútláta, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Skammt er síðan frumvarp var lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sem hefðu meinað hernaðaryfirvöldum landsins að borga fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Það frumvarp var þó fellt með naumum meirihluta.Samkvæmt frétt Washington Post virðist ákvörðun Trump hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart í dag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og það hafa repúblikanar einnig gert. John McCain sagði til dæmis að yfirlýsing forsetans hefði verið óljós og „enn eitt dæmið“ um að ekki ætti að tilkynna mikilvægar stefnubreytingar á Twitter.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila