Foreldrar skátadrengja ósáttir eftir ræðu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 12:28 Stór hluti skátanna á mótinu í gær virtist taka vel í málflutning forsetans umdeilda. Vísir/AFP Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur fengið að heyra það frá reiðum foreldrum eftir að Donald Trump forseti fór um víðan völl um stjórnmál og fleira í ræðu á stóru skátamóti í gær. Ræða Trump hefur vakið töluverða furðu. Forsetinn nýtti tækifærið þegar hann ávarpaði 35.000 skáta á aldrinum 12-18 ára á móti í Vestur-Virginíu til að ráðast á Hillary Clinton, Barack Obama og ýja að svæsnum sögum um vini sína. Facebook-síða Skátahreyfingar Bandaríkjanna fylltist í kjölfarið af athugasemdum frá foreldrum skáta sem voru á mótinu og annarra. Þeir hafa einnig látið í sér heyra á öðrum samfélagsmiðlum. „Ég er komin með nóg af skátunum eftir að ykkur fannst að þið þyrftuð að láta barnið mitt hlusta á lygara fóðra egóið sitt,“ skrifaði eitt foreldrið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Who at @boyscouts thought that having an unpredictable, ranting lunatic speak to children was a good idea? I'd pull my son out. #Shame— Lori (@seagal_lori) July 24, 2017 Segjast ekki styðja flokka eða frambjóðendur Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur varið sig eftir ræðuna og segja talsmenn hennar að hún sé óháð flokkum og styðji enga stjórnmálastefnu, vöru, þjónustu, frambjóðanda eða hugmyndafræði. Löng hefð sé fyrir því að fá forseta til að tala á skátamótinu. Fyrir skátamótið höfðu skipuleggjendur þess óskað eftir því að þátttakendur höguðu sér virðulega. Báðu þeir um að skátarnir hrópuðu ekki slagorð sem heyrðust í kosningabaráttunni hjá Trump eins og „Byggðu vegginn“ og „Læsið hana inni“ til að valda ekki óþarfa spennu á meðal þátttakenda.Sjá einnig:Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Í rúmlega hálftíma langri ræðu fékk Trump skátana aftur á móti til að baula, fagna og kyrja slagorð á meðan hann hellti sér yfir það sem hann kallar gervifréttir, Hillary Clinton og Barack Obama. Spurði hann skátana meðal annars hvort að Obama hefði nokkru sinni mætt á skátamót þegar hann var forseti. Hrópuðu skátarnir „Nei!“ á móti. Obama ávarpaði skátamótið hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað árið 2010. Hann var sjálfur skáti, ólíkt Trump.Gagnrýnendur segja óviðeigandi að forsetinn hafi messað yfir ungum drengjum um stjórnmál og ráðist á pólitíska andstæðinga.Vísir/AFP„Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar“Grínaðist forsetinn einnig með að reka Tom Price, heilbrigðisráðherra sinn, sem var á sviðinu með honum ef honum tækist ekki að fá ný sjúkratryggingalög samþykkt í Bandaríkjaþingi. Þá sagði hann sögu af öðrum fasteignakóngi, manni að nafni William Levitt, sem Trump sagði að hefði selt fyrirtækið sitt fyrir stórfé og virtist gefa í skyn að hefði lifað svæsnu lífi. „Hann fór og keypti sér stóra snekkju og hann lifði mjög áhugaverðu lífi. Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann gerði, ætti ég að segja ykkur það? Æi, þið eruð skátar en þið þekkið hvernig lífið er, þið þekkið lífið. Sjáið ykkur, hver hefði trúað að þið væruð skátar, ekki satt?“ sagði Trump við upphaf langrar sögu um Levitt. Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur fengið að heyra það frá reiðum foreldrum eftir að Donald Trump forseti fór um víðan völl um stjórnmál og fleira í ræðu á stóru skátamóti í gær. Ræða Trump hefur vakið töluverða furðu. Forsetinn nýtti tækifærið þegar hann ávarpaði 35.000 skáta á aldrinum 12-18 ára á móti í Vestur-Virginíu til að ráðast á Hillary Clinton, Barack Obama og ýja að svæsnum sögum um vini sína. Facebook-síða Skátahreyfingar Bandaríkjanna fylltist í kjölfarið af athugasemdum frá foreldrum skáta sem voru á mótinu og annarra. Þeir hafa einnig látið í sér heyra á öðrum samfélagsmiðlum. „Ég er komin með nóg af skátunum eftir að ykkur fannst að þið þyrftuð að láta barnið mitt hlusta á lygara fóðra egóið sitt,“ skrifaði eitt foreldrið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Who at @boyscouts thought that having an unpredictable, ranting lunatic speak to children was a good idea? I'd pull my son out. #Shame— Lori (@seagal_lori) July 24, 2017 Segjast ekki styðja flokka eða frambjóðendur Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur varið sig eftir ræðuna og segja talsmenn hennar að hún sé óháð flokkum og styðji enga stjórnmálastefnu, vöru, þjónustu, frambjóðanda eða hugmyndafræði. Löng hefð sé fyrir því að fá forseta til að tala á skátamótinu. Fyrir skátamótið höfðu skipuleggjendur þess óskað eftir því að þátttakendur höguðu sér virðulega. Báðu þeir um að skátarnir hrópuðu ekki slagorð sem heyrðust í kosningabaráttunni hjá Trump eins og „Byggðu vegginn“ og „Læsið hana inni“ til að valda ekki óþarfa spennu á meðal þátttakenda.Sjá einnig:Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Í rúmlega hálftíma langri ræðu fékk Trump skátana aftur á móti til að baula, fagna og kyrja slagorð á meðan hann hellti sér yfir það sem hann kallar gervifréttir, Hillary Clinton og Barack Obama. Spurði hann skátana meðal annars hvort að Obama hefði nokkru sinni mætt á skátamót þegar hann var forseti. Hrópuðu skátarnir „Nei!“ á móti. Obama ávarpaði skátamótið hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað árið 2010. Hann var sjálfur skáti, ólíkt Trump.Gagnrýnendur segja óviðeigandi að forsetinn hafi messað yfir ungum drengjum um stjórnmál og ráðist á pólitíska andstæðinga.Vísir/AFP„Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar“Grínaðist forsetinn einnig með að reka Tom Price, heilbrigðisráðherra sinn, sem var á sviðinu með honum ef honum tækist ekki að fá ný sjúkratryggingalög samþykkt í Bandaríkjaþingi. Þá sagði hann sögu af öðrum fasteignakóngi, manni að nafni William Levitt, sem Trump sagði að hefði selt fyrirtækið sitt fyrir stórfé og virtist gefa í skyn að hefði lifað svæsnu lífi. „Hann fór og keypti sér stóra snekkju og hann lifði mjög áhugaverðu lífi. Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann gerði, ætti ég að segja ykkur það? Æi, þið eruð skátar en þið þekkið hvernig lífið er, þið þekkið lífið. Sjáið ykkur, hver hefði trúað að þið væruð skátar, ekki satt?“ sagði Trump við upphaf langrar sögu um Levitt.
Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira