Væringar í Washington Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Sean Spicer hefur sagt af sér. Nordicphotos/AFP Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafulltrúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti samskiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forsetinn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlandshers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetningarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heimsvísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu.Jeff Sessions hyggst ekki segja af sér.nordicphotos/AFPÞað voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræðiteymis forsetans, og Marc Kasowitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherrans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafulltrúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti samskiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forsetinn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlandshers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetningarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heimsvísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu.Jeff Sessions hyggst ekki segja af sér.nordicphotos/AFPÞað voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræðiteymis forsetans, og Marc Kasowitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherrans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila