Gjá myndast milli Trump og flokksins Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2017 19:45 Trump og McConnell. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, á Twitter nú í kvöld. Þá gagnrýndi forsetinn þingmanninn fyrir það að ekki hafi tekist að afnema heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfislög Bandaríkjanna, sem í daglegu tali nefnast Obamacare. McConnell sagði nýverið að forsetinn hefði haft of miklar væntingar varðandi hraða hins lýðræðislega ferlis. „Ég held ekki. Eftir að hafa hlustað á „afnema og skipta út“ í sjö ár, af hverju var það ekki gert?“ skrifar Trump á Twitter.Senator Mitch McConnell said I had "excessive expectations," but I don't think so. After 7 years of hearing Repeal & Replace, why not done?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Sean Hannity, fréttamaður Fox og einn helsti stuðningsmaður Trump, gagnrýndi McConnell einnig á Twitter í dag. Hannity sagði McConnell vera auman og kjarklausan leiðtoga sem stæði ekki við orð sín. Hann ætti að hætta á þinginu. Hannity er þó ekki eini bandamaður Trump sem hefur gagnrýnt McConnell að undanförnu. Það gerði Dan Scavino yngri einnig, en hann stjórnar samfélagsmiðlum Hvíta hússins.. @SenateMajLdr No Senator, YOU are a WEAK, SPINELESS leader who does not keep his word and you need to Retire! https://t.co/BL4uf7WLM1…— Sean Hannity (@seanhannity) August 9, 2017 More excuses. @SenateMajLdr must have needed another 4 years - in addition to the 7 years -- to repeal and replace Obamacare..... https://t.co/6FOVBm6BQU— Dan Scavino Jr. (@DanScavino) August 9, 2017 Gagnrýni Trump og bandamanna hans kemur á slæmum tíma fyrir forsetann sem þarf að treysta á hjálp McConnell til að koma fyrirhuguðum skattabreytingum sínum í gegnum þingið. McConnell nýtur mikillar virðingar meðal þingmanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Þá hefur Trump einnig deilt við þingmenn Repúblikanaflokksins að undanförnu vegna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og fyrrverandi öldungadeildarþingmanns. Trump hefur gagnrýnt hann harðlega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Fjöldi þingmanna hefur gagnrýnt forsetann fyrir gagnrýni hans á Sessions.Washington Post segir samband Trump og flokksins hafa beðið hnekki að undanförnu, en þeim hefur hingað til ekki tekist að koma neinu stóru máli í gegn. Þrátt fyrir að þeir séu með meirihluta í báðum deildum þingsins. Varðandi heilbrigðisfrumvarpið þá tóks McConnell ekki að semja til frumvarp sem allir þingmenn flokksins sættu sig við. Undir lokin reyndi öldungadeildin að greiða atkvæði um að fella niður Obamacare en ákvörðunin tæki ekki gildi fyrr en eftir tvö ár. Nokkrir þingmenn flokksins sættu sig ekki við þá óvissu og felldu frumvarpið. Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, á Twitter nú í kvöld. Þá gagnrýndi forsetinn þingmanninn fyrir það að ekki hafi tekist að afnema heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfislög Bandaríkjanna, sem í daglegu tali nefnast Obamacare. McConnell sagði nýverið að forsetinn hefði haft of miklar væntingar varðandi hraða hins lýðræðislega ferlis. „Ég held ekki. Eftir að hafa hlustað á „afnema og skipta út“ í sjö ár, af hverju var það ekki gert?“ skrifar Trump á Twitter.Senator Mitch McConnell said I had "excessive expectations," but I don't think so. After 7 years of hearing Repeal & Replace, why not done?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Sean Hannity, fréttamaður Fox og einn helsti stuðningsmaður Trump, gagnrýndi McConnell einnig á Twitter í dag. Hannity sagði McConnell vera auman og kjarklausan leiðtoga sem stæði ekki við orð sín. Hann ætti að hætta á þinginu. Hannity er þó ekki eini bandamaður Trump sem hefur gagnrýnt McConnell að undanförnu. Það gerði Dan Scavino yngri einnig, en hann stjórnar samfélagsmiðlum Hvíta hússins.. @SenateMajLdr No Senator, YOU are a WEAK, SPINELESS leader who does not keep his word and you need to Retire! https://t.co/BL4uf7WLM1…— Sean Hannity (@seanhannity) August 9, 2017 More excuses. @SenateMajLdr must have needed another 4 years - in addition to the 7 years -- to repeal and replace Obamacare..... https://t.co/6FOVBm6BQU— Dan Scavino Jr. (@DanScavino) August 9, 2017 Gagnrýni Trump og bandamanna hans kemur á slæmum tíma fyrir forsetann sem þarf að treysta á hjálp McConnell til að koma fyrirhuguðum skattabreytingum sínum í gegnum þingið. McConnell nýtur mikillar virðingar meðal þingmanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Þá hefur Trump einnig deilt við þingmenn Repúblikanaflokksins að undanförnu vegna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og fyrrverandi öldungadeildarþingmanns. Trump hefur gagnrýnt hann harðlega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Fjöldi þingmanna hefur gagnrýnt forsetann fyrir gagnrýni hans á Sessions.Washington Post segir samband Trump og flokksins hafa beðið hnekki að undanförnu, en þeim hefur hingað til ekki tekist að koma neinu stóru máli í gegn. Þrátt fyrir að þeir séu með meirihluta í báðum deildum þingsins. Varðandi heilbrigðisfrumvarpið þá tóks McConnell ekki að semja til frumvarp sem allir þingmenn flokksins sættu sig við. Undir lokin reyndi öldungadeildin að greiða atkvæði um að fella niður Obamacare en ákvörðunin tæki ekki gildi fyrr en eftir tvö ár. Nokkrir þingmenn flokksins sættu sig ekki við þá óvissu og felldu frumvarpið.
Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira