New York Times skotspónn bandarískra byssueigenda Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2017 22:11 Ræða Loesch í myndbandi NRA er sérstaklega heiftúðug í garð New York Times. NRA Stærstu samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hóta dagblaðinu New York Times í myndbandi sem þau birtu. Kalla þau blaðið „ótrúverðugan og óheiðarlegan snepil“ og segjast „ætla að ná til þess“. Í myndbandinu notar Dana Loesch, fjölmiðlakona af hægri væng bandarískra stjórnmála, orðalag sem hefur verið Donald Trump forseta tamt og kallar New York Times „gervifréttir“. New York Times hefur birt fjölda uppljóstrana um mál tengd Trump, ekki síst rannsóknina á meintu samráði framboðs hans við Rússa. „Lítið á þetta sem viðvörunarskot,“ segir Loesch í myndbandinu sem NRA tísti á föstudag. Þá sakar hún dagblaðið um að vera undir hæl Demókrataflokksins. „Við erum komin með nóg af stanslausri vörn ykkar fyrir lénsherra ykkar úr Demókrataflokknum,“ segir Loesch. Grípur hún enn til myndmáls úr heimi skotvopna þegar hún segir að NRA muni beina „leysimiði sínu“ að slagorði blaðsins um að það elti sannleikann heiðarlega.Segist aðeins vilja aðgerðir á „vígvelli hugmyndanna“Loesch hafnar því algerlega að myndbandið sé ógn gegn öryggi starfsmanna New York Times. The Guardian hefur eftir henni að hver sá sem skilji myndbandið þannig sé aðeins að „færa ofbeldisfulla hugaróra sína yfir á aðra“. Þegar hún var spurð hvað hún hefði átt við með að NRA „ætli að ná til“ New York Times sagðist Loesch að hún hafi aðeins verið að hvetja fólk til aðgerða á „vígvelli hugmyndanna“. Annað myndband NRA með Loesch þar sem hún færði rök fyrir því að fólk ætti að ganga í samtökin til að verja landið fyrir frjálslyndum vakti einnig neikvæða athygli. Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Stærstu samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hóta dagblaðinu New York Times í myndbandi sem þau birtu. Kalla þau blaðið „ótrúverðugan og óheiðarlegan snepil“ og segjast „ætla að ná til þess“. Í myndbandinu notar Dana Loesch, fjölmiðlakona af hægri væng bandarískra stjórnmála, orðalag sem hefur verið Donald Trump forseta tamt og kallar New York Times „gervifréttir“. New York Times hefur birt fjölda uppljóstrana um mál tengd Trump, ekki síst rannsóknina á meintu samráði framboðs hans við Rússa. „Lítið á þetta sem viðvörunarskot,“ segir Loesch í myndbandinu sem NRA tísti á föstudag. Þá sakar hún dagblaðið um að vera undir hæl Demókrataflokksins. „Við erum komin með nóg af stanslausri vörn ykkar fyrir lénsherra ykkar úr Demókrataflokknum,“ segir Loesch. Grípur hún enn til myndmáls úr heimi skotvopna þegar hún segir að NRA muni beina „leysimiði sínu“ að slagorði blaðsins um að það elti sannleikann heiðarlega.Segist aðeins vilja aðgerðir á „vígvelli hugmyndanna“Loesch hafnar því algerlega að myndbandið sé ógn gegn öryggi starfsmanna New York Times. The Guardian hefur eftir henni að hver sá sem skilji myndbandið þannig sé aðeins að „færa ofbeldisfulla hugaróra sína yfir á aðra“. Þegar hún var spurð hvað hún hefði átt við með að NRA „ætli að ná til“ New York Times sagðist Loesch að hún hafi aðeins verið að hvetja fólk til aðgerða á „vígvelli hugmyndanna“. Annað myndband NRA með Loesch þar sem hún færði rök fyrir því að fólk ætti að ganga í samtökin til að verja landið fyrir frjálslyndum vakti einnig neikvæða athygli.
Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira