Trump á leið í sautján daga frí Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 15:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í golfi. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer á morgun í sautján daga frí á sveitaklúbb sinn og golfvöll í New Jersey. Það er svo sem ekkert óeðlilegt þar sem forsetar hafa lengi yfirgefið Washington DC í ágúst og þar sem fara á í endurbætur á Hvíta húsinu. Trump hefur margsinnis gagnrýnt aðra fyrir frí og golfspilun og sagði fyrir tveimur vikum að enginn ætti að fara frá Washington fyrir en breytingar á sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna væru klárar. Í kosningabaráttunni sagði hann einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann ekki hafa tíma til að spila golf.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða verkamenn að störfum í Hvíta húsinu til 21. ágúst og þurfa allir starfsmenn Vesturálmu Hvíta hússins að yfirgefa starfsstöðvar sínar á því tímabili. Auk þess að hafa gagnrýnt aðra fyrir frí, skrifaði Trump í bók sinni „Trump: Think Like A Billionaire“ að fólk ætti ekki að taka frí. Ef fólk hefði ekki gaman af vinnu sinni, væri það í rangri vinnu."Don't take vacations. What's the point? If you're not enjoying your work, you're in the wrong job." -- Think Like A Billionaire— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2012 Huffington Post hefur tekið saman fjölda gamalla tísta forsetans þar sem hann meðal annars gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að fara í frí og fyrir að spila golf. Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið minnst þrettán af 28 helgum síðan hann varð forseti. Flestum hefur hann varið á eigin golfvöllum eða sveitaklúbbum í Flórída og New Jersey. Þrátt fyrir beiðni Trump um að þingmenn færu ekki frá Washington er frí hafið í fulltrúadeild þingsins og öldungadeildarþingmenn fara í frí í lok vikunnar.President Trump, 2 weeks before leaving for a 17-day vacation: "I don't think we should leave town unless we have a health insurance plan" pic.twitter.com/NqZ8bMhNf5— NBC News (@NBCNews) August 3, 2017 Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer á morgun í sautján daga frí á sveitaklúbb sinn og golfvöll í New Jersey. Það er svo sem ekkert óeðlilegt þar sem forsetar hafa lengi yfirgefið Washington DC í ágúst og þar sem fara á í endurbætur á Hvíta húsinu. Trump hefur margsinnis gagnrýnt aðra fyrir frí og golfspilun og sagði fyrir tveimur vikum að enginn ætti að fara frá Washington fyrir en breytingar á sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna væru klárar. Í kosningabaráttunni sagði hann einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann ekki hafa tíma til að spila golf.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða verkamenn að störfum í Hvíta húsinu til 21. ágúst og þurfa allir starfsmenn Vesturálmu Hvíta hússins að yfirgefa starfsstöðvar sínar á því tímabili. Auk þess að hafa gagnrýnt aðra fyrir frí, skrifaði Trump í bók sinni „Trump: Think Like A Billionaire“ að fólk ætti ekki að taka frí. Ef fólk hefði ekki gaman af vinnu sinni, væri það í rangri vinnu."Don't take vacations. What's the point? If you're not enjoying your work, you're in the wrong job." -- Think Like A Billionaire— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2012 Huffington Post hefur tekið saman fjölda gamalla tísta forsetans þar sem hann meðal annars gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að fara í frí og fyrir að spila golf. Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið minnst þrettán af 28 helgum síðan hann varð forseti. Flestum hefur hann varið á eigin golfvöllum eða sveitaklúbbum í Flórída og New Jersey. Þrátt fyrir beiðni Trump um að þingmenn færu ekki frá Washington er frí hafið í fulltrúadeild þingsins og öldungadeildarþingmenn fara í frí í lok vikunnar.President Trump, 2 weeks before leaving for a 17-day vacation: "I don't think we should leave town unless we have a health insurance plan" pic.twitter.com/NqZ8bMhNf5— NBC News (@NBCNews) August 3, 2017
Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira