Fótbolti

Treyjan hans Totti send út í geim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Francesco Totti.
Francesco Totti. Vísir/Getty
Francesco Totti er goðsögn hjá ítalska félaginu Roma og þar slaka menn ekkert á við það að sýna það og sanna.

Totti spilaði allan 24 ára feril sinn hjá Roma-liðinu en hann setti skóna sína upp á hillu í maí síðastliðnum. Hann er fertugur.

Francesco Totti lék síðasta leikinn sinn með Roma á móti Genoa 28. maí og það var ekki þurrt auga á Ólympíuleikvanginum í Róm  þegar 70 þúsund stuðningsmenn Roma kvöddu hetjuna sína.

Menn þar á bæ létu samt ekki þar við sitja heldur gengu þeir nokkrum skrefum lengra.

Í gær var síðasta Síðasta Roma-keppnistreyjan hans Totti send út í geim. Hún var með í för þegar flaug var skotið frá frönsku Gvæjana.

Það má sjá frétt um þetta á Twitter-síðu Roma hér fyrir neðan en þar sést mynd af treyjunni umræddu sem fékk að fara í þessa sérstöku ferð. Totti hafði að sjálfsögðu áritað treyjuna.



Avio hjálpaði til að gera þennan draum Ítalana að veruleika og þeir fengu einnig samþykki Totti fyrir þessu. Geimflaugin sem fór þessa ferð heitir Vega og geimskotið tókst vel.

Francesco Totti skoraði 307 mörk í 786 leikjum með Roma en hann hefur nú tekið að sér stjórastöðu á skrifstofu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×