Handbolti

Arnór Þór skoraði átta í sigri Bergischer

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór var markahæstur á vellinum með átta mörk.
Arnór var markahæstur á vellinum með átta mörk. vísir/getty
Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur allra í 34-25 sigri Bergischer á Leutershausen í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í handbolta í dag. Arnór Þór skoraði átta mörk fyrir lið sitt og átti stórkostlegan leik.

Íslendingar komu við sögu í fjölda bikarleikja í Þýskalandi í dag.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í Íslendingaslag Rhein-Neckar Löwen og Balingen. Löwen fór með 41-28 sigur að hólmi. Hvorki Alexander Petersson, Oddur Grétarsson né Sigtryggur Rúnarsson komust á blað í dag.

Alfreð Gíslason stýrði liði sínu Kiel til sigurs á Spenge. Lokatölur í þeim leik voru 36-19.

Fannar Friðgeirsson skoraði eitt mark fyrir lið sitt Hamm sem sótti Hamborg heim. Framlengja þurfti leikinn til þess að knýja fram úrslit, en Hamm sigraði að lokum 33-32.

Rúnar Kárason skoraði einnig eitt mark þegar Hannover-Burgdorf vann Lübbecke 26-24.

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Hüttenberg sigruðu Pforzheim 30-22. Ragnar Jóhannsson var ekki með í liðið Hüttenberg í dag. Þá spilaði Bjarki Már Elísson ekki fyrir lið sitt Füchse Berlín sem vann Springe 29-16 á heimavelli.

Uppfært: Oddur Grétarsson var áður sagður ekki í leikmannahópi Emsdetten, en hann spilar að sjálfsögðu fyrir Balingen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×