Handbolti

Naumur Stjörnusigur á Mosfellingum | Valur og Haukar skildu jöfn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Dagur Pálsson var markahæstur hjá Stjörnunni.
Aron Dagur Pálsson var markahæstur hjá Stjörnunni. vísir/stefán
Stjarnan vann eins marks sigur á Aftureldingu, 25-24, á Subway-mótinu í handbolta í gær. Mótið fer fram í TM-höllinni í Garðabæ.

Stjarnan er því með þrjú stig líkt og Valur sem gerði jafntefli við Hauka, 21-21, í gær.

Aron Dagur Pálsson var markahæstur í liði Stjörnunnar með fimm mörk. Hörður Örvarsson kom næstur með fjögur mörk.

Birkir Benediktsson skoraði sex mörk fyrir Aftureldingu sem hefur tapað báðum leikjum sínum á mótinu.

Magnús Óli Magnússon var markahæstur hjá Val í jafnteflinu við Hauka með sjö mörk. Magnús Óli virðist finna sig vel í búningi Vals en hann skoraði átta mörk í sigrinum á Aftureldingu í fyrradag.

Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði sex mörk fyrir Hauka sem hafa gert jafntefli í báðum leikjum sínum á mótinu.

Subway-mótinu lýkur með þremur leikjum á morgun. Klukkan 13:15 mætast Afturelding og Haukar, klukkan 15:15 Stjarnan og Valur og klukkan 17:15 er komið að leik ungmennaliða Stjörnunnar og ÍBV.

Stjarnan 25-24 Afturelding

Mörk Stjörnunnar: Aron Dagur Pálsson 5, Hörður Örvarsson 4, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Starri Friðriksson 3, Hjálmtýr Alfreðsson 3, Gunnar Johnsen 3, Stefán Darri Þórsson 1, Hlynur Bjarnason 1, Bjarki Steinn Þórsson 1, Leó Snær Pétursson 1.

Varin skot: Lárus Gunnarsson 12, Ólafur Rafn Gíslason 2.

Mörk Aftureldingar: Birkir Benediktsson 6, Mikk Pinnonen 4, Gestur Ólafur Ingvarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Elvar Ásgeirsson 3, Þorgrímur Smári Ólafsson 1, Gunnar Þórsson 1, Bjarki Kristinsson 1.

Varin skot: Kolbeinn Aron Ingibjargarson 7, Lárus Helgi Ólafsson 5.

Valur 21-21 Haukar

Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 7, Tumi Sigurðsson 4, Anton Rúnarsson 3, Árni Þór Sigtryggsson 2, Þorgils Magnússon 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Arnór Óskarsson 1, Eiríkur Pálsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11.

Mörk Hauka: Brynjólfur Snær Brynjólfsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 5, Daníel Þór Ingason 5, Pétur Pálsson 1, Hákon Daði Styrmisson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Atli Már Báruson 1.

Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 10.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×