Handbolti

Guðjón Valur tók þátt í að þróa nýja skó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur fagnar í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur fagnar í leik með Rhein-Neckar Löwen. vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, var fenginn til að taka þátt í að þróa nýja handboltaskó frá íþróttavöruframleiðandanum Mizuno. Þá leikur hann einnig stórt hlutverk í markaðsherferðinni fyrir nýju skóna.

„Mizuno kom til mín, sagðist vera að þróa nýjan skó og spurði hvort ég vildi taka þátt,“ sagði Guðjón Valur sem tók vel í beiðnina. „Þetta er tækifæri sem handboltamenn fá sjaldan.“

Skórnir, Wave Mirage 2, fá vitaskuld hæstu meðmæli Guðjóns Vals sem varð Þýskalandsmeistari með Löwen síðastliðið vor.

Innslag þar sem rætt er við Guðjón Val og birtist á Facebook-síðu Mizuno má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×