Framferði Donalds Trump í embætti forseta fellur ekki kramið hjá rúmum meirihluta Bandaríkjamanna. Ný skoðanakönnun bendir til þess að aðeins þriðjungi repúbikana líki við heðgun hans.
Könnun Pew-rannsóknamiðstöðvarinnar sýnir að 58% svarenda er kann ekki við hvernig Trump hefur komið fram sem forseti á fyrstu sjö mánuðum valdatíðar sinnar. Fjórðungur hefur blendnar tilfinningar um hegðun hans en aðeins 16% segjast kunna að meta hana, að því er kemur fram í frétt Washington Post.
Þegar svörin eru brotin niður eftir pólitískum hneigðum þátttakenda kemur í ljós að aðeins 34% repúblikana og þeirra sem hallast að flokknum líki við hegðun forsetans. Rétt tæpum fimmtungi þeirra líkar ekki við hvernig hann hegðar sér.
