Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2017 14:21 Ryan (t.v.) og McConnell (t.h.) sitja nú undir skeytasendingum eigin forseta. Vísir/AFP Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjaþingi bera ábyrgð á því „klúðri“ sem mun skapast þegar hækka þarf skuldaþak bandaríska ríkisins, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann hélt áfram árásum sínum á leiðtoga eigin flokks á Twitter í morgun. Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, og Paul Ryan, leiðtogi þeirra í fulltrúadeildinni, urðu fyrir barðinu á bræði forsetans í morgun. Sakaði Trump þá um að hafa hunsað tillögu sína um lausn á fyrirsjáanlegum átökum um skuldamál ríkissjóðs. Vildi Trump að þeir tengdu tillögu um að hækka skuldaþak ríkisins við vinsælt frumvarp um aðstoð við uppgjafarhermenn sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt. Það gerðu Ryan og McConnell hins vegar ekki. „Þeir gerðu það ekki svo að nú þurfum við að eiga við demókrata sem tefja (eins og venjulega!) samþykkt skuldaþaksins. Hefði getað verið svo auðvelt-nú er það klúður!“ tísti Trump í morgun.Trump spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um.Vísir/AFPÞurfa að hækka þakið til að halda ríkisrekstinum gangandi Bandaríska alríkisstjórnin hefur þurft að fjármagna rekstur sinn með lántökum undanfarin ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar sett þak á hversu mikið ríkisstjórnin getur skuldsett ríkissjóð. Þingmenn þurfa að samþykkja að hækka þakið fyrir lok næsta mánaðar en annars er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Það gerðist síðast í hálfan mánuð í október árið 2013 vegna andstöðu hóps repúblikana við að hækka þakið. Barack Obama, forveri Trump, gerði samkomulag við þingið árið 2015 um að lyfta skuldaþakinu þar til í mars á þessu ári. Fjármálaráðuneytið notaði neyðarráðstafanir til þess að fresta greiðsluþroti alríkissins þá en lokafrestur til að hækka skuldaþakið rennur út 29. september, að því er segir í frétt Washington Post. Halli bandaríska alríkissjóðsins er nú talinn verða um 800 milljarðar dollarar þegar fjárlagaárið endar 30. september.Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak á skuldsetningu ríkissjóðs til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti haldið áfram í lok næsta mánaðar.Vísir/AFPHafa ekki ræðst við í nokkrar vikurSvo vill til að skuldaþaksfresturinn rennur út á sama tíma og þingið þarf að samþykkja ný fjárlög. Trump hefur þegar hótað því að leyfa alríkisstjórninni að stöðvast til þess að knýja fram fjárveitingar til umdeilds landamæramúrs sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Ryan lýsti því yfir í gær að hann teldi lokun alríkisstjórnarinnar landinu ekki til hagsbóta jafnvel þó að hann teldi landamæramúrinn nauðsynlegan. Trump hefur troðið illsakir við leiðtoga Repúblikanaflokksins undanfarið, ekki síst McConnell. New York Times sagði frá því fyrr í þessari viku að þeir hafi ekki ræðst við um nokkurra vikna skeið eftir að þeir hreittu ónotum hvor í annan í símtali snemma í ágúst. Forsetinn hefur ítrekað ráðist á McConnell og fleiri repúblikana í ræðu og í riti á Twitter undanfarnar vikur. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjaþingi bera ábyrgð á því „klúðri“ sem mun skapast þegar hækka þarf skuldaþak bandaríska ríkisins, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann hélt áfram árásum sínum á leiðtoga eigin flokks á Twitter í morgun. Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, og Paul Ryan, leiðtogi þeirra í fulltrúadeildinni, urðu fyrir barðinu á bræði forsetans í morgun. Sakaði Trump þá um að hafa hunsað tillögu sína um lausn á fyrirsjáanlegum átökum um skuldamál ríkissjóðs. Vildi Trump að þeir tengdu tillögu um að hækka skuldaþak ríkisins við vinsælt frumvarp um aðstoð við uppgjafarhermenn sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt. Það gerðu Ryan og McConnell hins vegar ekki. „Þeir gerðu það ekki svo að nú þurfum við að eiga við demókrata sem tefja (eins og venjulega!) samþykkt skuldaþaksins. Hefði getað verið svo auðvelt-nú er það klúður!“ tísti Trump í morgun.Trump spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um.Vísir/AFPÞurfa að hækka þakið til að halda ríkisrekstinum gangandi Bandaríska alríkisstjórnin hefur þurft að fjármagna rekstur sinn með lántökum undanfarin ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar sett þak á hversu mikið ríkisstjórnin getur skuldsett ríkissjóð. Þingmenn þurfa að samþykkja að hækka þakið fyrir lok næsta mánaðar en annars er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Það gerðist síðast í hálfan mánuð í október árið 2013 vegna andstöðu hóps repúblikana við að hækka þakið. Barack Obama, forveri Trump, gerði samkomulag við þingið árið 2015 um að lyfta skuldaþakinu þar til í mars á þessu ári. Fjármálaráðuneytið notaði neyðarráðstafanir til þess að fresta greiðsluþroti alríkissins þá en lokafrestur til að hækka skuldaþakið rennur út 29. september, að því er segir í frétt Washington Post. Halli bandaríska alríkissjóðsins er nú talinn verða um 800 milljarðar dollarar þegar fjárlagaárið endar 30. september.Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak á skuldsetningu ríkissjóðs til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti haldið áfram í lok næsta mánaðar.Vísir/AFPHafa ekki ræðst við í nokkrar vikurSvo vill til að skuldaþaksfresturinn rennur út á sama tíma og þingið þarf að samþykkja ný fjárlög. Trump hefur þegar hótað því að leyfa alríkisstjórninni að stöðvast til þess að knýja fram fjárveitingar til umdeilds landamæramúrs sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Ryan lýsti því yfir í gær að hann teldi lokun alríkisstjórnarinnar landinu ekki til hagsbóta jafnvel þó að hann teldi landamæramúrinn nauðsynlegan. Trump hefur troðið illsakir við leiðtoga Repúblikanaflokksins undanfarið, ekki síst McConnell. New York Times sagði frá því fyrr í þessari viku að þeir hafi ekki ræðst við um nokkurra vikna skeið eftir að þeir hreittu ónotum hvor í annan í símtali snemma í ágúst. Forsetinn hefur ítrekað ráðist á McConnell og fleiri repúblikana í ræðu og í riti á Twitter undanfarnar vikur.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39