Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2017 21:39 Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Vísir/Getty Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni samþykki Bandaríkjaþing ekki að fjármagna umdeildan landamæravegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Reuters greinir frá. Landamæraveggurinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári og í ræðu sem hann hélt í Phoenix í gær hótaði hann láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki fjárveitingar til landamæramúrsins. Bandaríkjaþing snýr aftur til starfa þann 5. september næstkomandi eftir sumarfrí og hafa þingmenn 12 starfsdaga til þess að samþykkja aðgerðir sem tryggja áframhaldandi rekstur alríkisstjórnarinnar. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti maður innan Repúblikanaflokksins sagði að þrátt fyrir að veggurinn á milli Bandaríkjanna og Mexíkó væru nauðsynlegur væri óþarfi að hóta því að hætta að fjármagna alríkisstjórnina. „Ég held að enginn hafi áhuga á slíkri stöðvun,“ sagði Ryan við fjölmiðla í dag. „Ég held að það sé ekki okkur til hagsbóta. Formaður fjárveitingardeildar fulltrúadeildarinnar, Tom Cole, sem er samflokksmaður Trump og Ryan lét hafa eftir sér að stöðvun alríkisstjórnarinnar væri óskynsamlegt og að slík aðgerð gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn sem stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu. „Ef að þú stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu og ætlar að stöðva alríkisstjórnina held ég að það sé ekki góð hugmynd, hvorki frá pólitískum né praktískum sjónarmiðum,“ sagði Cole. Donald Trump Tengdar fréttir Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa. 23. ágúst 2017 15:49 Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vill kaupa Twitter til að losna við Trump Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter. 23. ágúst 2017 18:17 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni samþykki Bandaríkjaþing ekki að fjármagna umdeildan landamæravegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Reuters greinir frá. Landamæraveggurinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári og í ræðu sem hann hélt í Phoenix í gær hótaði hann láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki fjárveitingar til landamæramúrsins. Bandaríkjaþing snýr aftur til starfa þann 5. september næstkomandi eftir sumarfrí og hafa þingmenn 12 starfsdaga til þess að samþykkja aðgerðir sem tryggja áframhaldandi rekstur alríkisstjórnarinnar. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti maður innan Repúblikanaflokksins sagði að þrátt fyrir að veggurinn á milli Bandaríkjanna og Mexíkó væru nauðsynlegur væri óþarfi að hóta því að hætta að fjármagna alríkisstjórnina. „Ég held að enginn hafi áhuga á slíkri stöðvun,“ sagði Ryan við fjölmiðla í dag. „Ég held að það sé ekki okkur til hagsbóta. Formaður fjárveitingardeildar fulltrúadeildarinnar, Tom Cole, sem er samflokksmaður Trump og Ryan lét hafa eftir sér að stöðvun alríkisstjórnarinnar væri óskynsamlegt og að slík aðgerð gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn sem stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu. „Ef að þú stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu og ætlar að stöðva alríkisstjórnina held ég að það sé ekki góð hugmynd, hvorki frá pólitískum né praktískum sjónarmiðum,“ sagði Cole.
Donald Trump Tengdar fréttir Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa. 23. ágúst 2017 15:49 Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vill kaupa Twitter til að losna við Trump Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter. 23. ágúst 2017 18:17 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa. 23. ágúst 2017 15:49
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Vill kaupa Twitter til að losna við Trump Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter. 23. ágúst 2017 18:17
Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46