Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2017 23:30 Mitch McConnell hefur verið leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 2007. Í minnihluta fyrstu átta árin en í meirihluta síðan í janúar 2015. Vísir/Getty Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman. McConnell er sagður hafa efasemdir um að Donald Trump muni geta bjargað forsetatíð hans eftir erfitt sumar.Þetta kemur fram í ítarlegri frétt New York Times þar sem kalt stríð er sagt ríkja á milli Trump og McConnell eftir að sá fyrrnefndi gagnrýndi þann síðarnefnda í röð tísta fyrr í mánuðinum. Stirðleiki í samskiptum þeirra á milli er sagður hafa náð hámarki eftir að þeir töluðust við í síma þann 9. ágúst síðastliðinn.Skammaði McConnell Trump hringdi þá í McConnell og sakaði hann um að hafa klúðrað umdeildu heilbrigðisfrumvarpi sem náði ekki í gegnum Bandaríkjaþing. Þá er hann einnig sagður hafa skammað McConnell fyrir að hafa ekki komið sér til varnar vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum á síðasta ári, að því er heimildarmenn New York Times innan raða Repúblikanaflokksins herma. Eru þeir sagðir hafa öskrað á hvern annan á meðan á símtalinu stóð en McConnell, ásamt fleiri þingmönnum Repúblikana, virðast vera orðnir þreyttir á gagnrýni Trump á samflokksmenn hans. Er McConnell sagður hafa alvarlegar efasemdur um hvort að Trump geti leitt flokkinn í gegnum næstu þingkosningar sem fram fara á næsta ári. Trump hefur átt undir högg að sækja að undanförnu, ekki síst eftir harða gagnrýni á viðbrögð hans við ofbeldi í tengslum við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28 Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman. McConnell er sagður hafa efasemdir um að Donald Trump muni geta bjargað forsetatíð hans eftir erfitt sumar.Þetta kemur fram í ítarlegri frétt New York Times þar sem kalt stríð er sagt ríkja á milli Trump og McConnell eftir að sá fyrrnefndi gagnrýndi þann síðarnefnda í röð tísta fyrr í mánuðinum. Stirðleiki í samskiptum þeirra á milli er sagður hafa náð hámarki eftir að þeir töluðust við í síma þann 9. ágúst síðastliðinn.Skammaði McConnell Trump hringdi þá í McConnell og sakaði hann um að hafa klúðrað umdeildu heilbrigðisfrumvarpi sem náði ekki í gegnum Bandaríkjaþing. Þá er hann einnig sagður hafa skammað McConnell fyrir að hafa ekki komið sér til varnar vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum á síðasta ári, að því er heimildarmenn New York Times innan raða Repúblikanaflokksins herma. Eru þeir sagðir hafa öskrað á hvern annan á meðan á símtalinu stóð en McConnell, ásamt fleiri þingmönnum Repúblikana, virðast vera orðnir þreyttir á gagnrýni Trump á samflokksmenn hans. Er McConnell sagður hafa alvarlegar efasemdur um hvort að Trump geti leitt flokkinn í gegnum næstu þingkosningar sem fram fara á næsta ári. Trump hefur átt undir högg að sækja að undanförnu, ekki síst eftir harða gagnrýni á viðbrögð hans við ofbeldi í tengslum við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28 Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28
Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00