Trump tilkynnir um ákvörðun sína varðandi hernað í Afghanistan Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 23:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudag tilkynna framtíðar áætlanir sínar varðandi stríð Bandaríkjamanna í Afghanistan. Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri. Trump mun kynna afstöðu sína, í sjónvarpsávarpi, klukkan níu um kvöld að staðartíma. Þetta er í þriðja sinn sem Trump ávarpar þjóð sína í sjónvarpi sem forseti Bandaríkjanna. Reuters greinir frá. Ákvörðun Trumps lá fyrir eftir að hafa legið undir feldi í dágóðan tíma og ráðfært sig við þjóðaröryggisráðgjafa. Þá hefur Trump látið hafa eftir sér að hann sé orðinn þreyttur á þessu stríði í Afghanistan og setti spurningarmerki við það hvort það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að senda hermenn á svæðið. „Við erum ekki að vinna stríðið,“ sagði Trump meðal annars við ráðgjafa sína á fundi í júlí. Þar var meðal annars rætt um það hvort að segja ætti John Nicholson, yfirmanni í bandaríska hernum í Afghanistan, upp störfum.Margir möguleikar á borðinu Ástæðu þess hve langan tíma Trump hefur tekið til að taka ákvörðunina má rekja til þess að margir möguleikar hafi verið uppi. Öryggisstjóri Hvíta hússins, H.R. McMaster, vildi bæta við 4.000 hermönnum á svæðið líkt og Nicholson hafði stungið upp á. Þá hafði Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, viljað að allir hermennirnir yrðu sendir heim þar sem ekki væri möguleiki á að vinna stríðið eftir 16 ára baráttu. Bannon var vikið úr starfi á föstudaginn síðastliðinn. Einnig var skoðuð sú hugmynd að fækka hermönnum um 3.000 hermenn og láta þannig skipulagningu hernaðarmála í hendur færri aðila eða þá að þjálfa upp hermenn í Afghanistan þannig að þeir geti sinnt sínum málum sjálfir.Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ógn Þá hefur Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, haldið því fram að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að vera með hermenn á svæðinu til að koma í veg fyrir ógn herskárra íslamista. Yfirvöld í Afghanistan hafa lagt allt undir til að koma í veg fyrir að Talíbanar nái völdum í yfir fimmtán ár. Hlutverk Bandaríkjahers var að aðstoða við það og steypa Talíbönum af stóli þar sem þeir höfðu veitt hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda aðstöðu og friðhelgi til að skipuleggja 11.september. Stjórnendur Bandaríkjahers og yfirmenn varnarmála hafa áhyggjur af því hvað gerist ef Bandaríkin hverfa frá og Talíbanar nái völdum. Þá ríkir óöryggi um það hvort að Talíbanar og meðlimir Al Qaeda samtakanna munu aftur rísa og plana árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Ræða Trumps kemur í kjölfar mikillar ólgu í bandarísku samfélagi eftir átökin í Charlottesville í Virginíu þar sem hvítir þjóðernissinnar og ný- nasistar hafa komið saman og mótmælt. Mótmælin hafa ekki verið friðsæl og hefur Trump vera harðlega gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók í kjölfar mótmælanna þar sem hann sagði að báðir hópar ættu sök að máli. Donald Trump Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudag tilkynna framtíðar áætlanir sínar varðandi stríð Bandaríkjamanna í Afghanistan. Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri. Trump mun kynna afstöðu sína, í sjónvarpsávarpi, klukkan níu um kvöld að staðartíma. Þetta er í þriðja sinn sem Trump ávarpar þjóð sína í sjónvarpi sem forseti Bandaríkjanna. Reuters greinir frá. Ákvörðun Trumps lá fyrir eftir að hafa legið undir feldi í dágóðan tíma og ráðfært sig við þjóðaröryggisráðgjafa. Þá hefur Trump látið hafa eftir sér að hann sé orðinn þreyttur á þessu stríði í Afghanistan og setti spurningarmerki við það hvort það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að senda hermenn á svæðið. „Við erum ekki að vinna stríðið,“ sagði Trump meðal annars við ráðgjafa sína á fundi í júlí. Þar var meðal annars rætt um það hvort að segja ætti John Nicholson, yfirmanni í bandaríska hernum í Afghanistan, upp störfum.Margir möguleikar á borðinu Ástæðu þess hve langan tíma Trump hefur tekið til að taka ákvörðunina má rekja til þess að margir möguleikar hafi verið uppi. Öryggisstjóri Hvíta hússins, H.R. McMaster, vildi bæta við 4.000 hermönnum á svæðið líkt og Nicholson hafði stungið upp á. Þá hafði Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, viljað að allir hermennirnir yrðu sendir heim þar sem ekki væri möguleiki á að vinna stríðið eftir 16 ára baráttu. Bannon var vikið úr starfi á föstudaginn síðastliðinn. Einnig var skoðuð sú hugmynd að fækka hermönnum um 3.000 hermenn og láta þannig skipulagningu hernaðarmála í hendur færri aðila eða þá að þjálfa upp hermenn í Afghanistan þannig að þeir geti sinnt sínum málum sjálfir.Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ógn Þá hefur Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, haldið því fram að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að vera með hermenn á svæðinu til að koma í veg fyrir ógn herskárra íslamista. Yfirvöld í Afghanistan hafa lagt allt undir til að koma í veg fyrir að Talíbanar nái völdum í yfir fimmtán ár. Hlutverk Bandaríkjahers var að aðstoða við það og steypa Talíbönum af stóli þar sem þeir höfðu veitt hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda aðstöðu og friðhelgi til að skipuleggja 11.september. Stjórnendur Bandaríkjahers og yfirmenn varnarmála hafa áhyggjur af því hvað gerist ef Bandaríkin hverfa frá og Talíbanar nái völdum. Þá ríkir óöryggi um það hvort að Talíbanar og meðlimir Al Qaeda samtakanna munu aftur rísa og plana árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Ræða Trumps kemur í kjölfar mikillar ólgu í bandarísku samfélagi eftir átökin í Charlottesville í Virginíu þar sem hvítir þjóðernissinnar og ný- nasistar hafa komið saman og mótmælt. Mótmælin hafa ekki verið friðsæl og hefur Trump vera harðlega gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók í kjölfar mótmælanna þar sem hann sagði að báðir hópar ættu sök að máli.
Donald Trump Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira