Fótbolti

Tap hjá Emil og félögum | Mílanó-liðin með sigra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Emil í leiknum í kvöld
Emil í leiknum í kvöld Mynd/Getty
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Udinese í fyrsta leik liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Chievo kom í heimsókn til Emils og félaga og settu gestirnir mark á leikinn strax á 15. mínútu þegar Roberto Inglese skoraði. Heimamenn jöfnuðu leikinn þó fyrir lok hálfleiksins með marki frá Cyril Thereau á 37. mínútu.

Valter Birsa kom gestunum aftur yfir á 54. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki, 1-2 tap í fyrsta leik Udinese þetta tímabilið.

Þrjú mörk í fyrri hálfleik frá AC Milan gerðu út um Crotone, sem hafði misst mann út af á 5. mínútu leiksins þegar Federico Ceccherini fékk að líta rauða spjaldið.

Suso, Patrick Cutrone og Franck Kessie gerðu mörk AC Milan.

Hitt liðið úr Mílanó, Inter, byrjaði einnig á 3-0 sigri þegar þeir fengu Fiorentina í heimsókn.

Mauro Icardi skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 6. mínútu. Hann bætti svo öðru marki við strax á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic.

Króatinn var svo sjálfur á skotskónum á 79. mínútu þegar hann innsiglaði sigur Inter.


Tengdar fréttir

Juventus byrjaði á sigri

Ítölsku meistararnir í Juventus byrjuðu titilvörn sína á sigri gegn Cagliari í opnunarleik Seríu A í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×