Fótbolti

Kári: Verðum að vera mættir

Dagur Lárusson skrifar
Kári Árnason segir að hann veit að Finnar eru hörkulið enda sýndu þeir það í fyrri leiknum í Laugardalnum á síðasta ári og býst við erfiðum leik á laugardaginn.

„Þeir sýndu það í Laugardalnum fyrir einhverju síðan að þeir eru hörkulið þó svo þeir séu aðeins með eitt stig í riðlinum. Þessi riðill er bara þannig að það er erfitt að ná stigi gegn hvaða liði sem er og þeir eru miklu betri en taflan segir til um.“

Kári segir að liðið þurfi einfaldlega að mæta rétt stemmdir í leik til þess að ná sigri á laugardaginn.

„Við þurfum bara að vera mættir eins og við gerðum á móti Króatíu og þurfum að leggja upp með að halda markinu hreinu. Við erum síðan með það mikil gæði frammi og úr föstum leikatriðum að við skorum nánast alltaf,“ sagði Kári.

Aðspurður út næsta áfangastað sinn sagði Kári að það kæmi einfaldlega allt í ljós en hann skrifaði undir hjá Aberdeen í sumar eftir stutta dvöl á Kýpur.


Tengdar fréttir

Sverrir Ingi: Rússneskan verður klár næsta sumar

Sverrir Ingi Ingason segist vera ánægður með byrjun sína hjá rússneska félaginu Rostov. Hann segir einnig að það sé algjörlega undir þjálfaranum komið hvort hann muni byrja inná gegn Finnum á laugardaginn.

Emil fékk hláturskast: Verður hörkubarátta

Emil Hallfreðsson telur að íslenska liðið eigi góða möguleika gegn því finnska á laugardaginn en hann telur það þó vera mikilvægt að muna eftir fyrri leiknum í Laugardalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×