Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2017 12:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í góðu skapi skömmu eftir að hann vaknaði í gær. Hann hafði horft á fréttir og séð jákvæða umfjöllun um þá ákvörðun sína að gera samkomulag við demókrata varðandi skuldaþak ríkisins og fjármögnun stjórnvalda. Jafnvel þó hann hafi grafið verulega undan eigin flokki með samkomulaginu.Samkvæmt New York Times hringdi forsetinn í Nancy Pelosi, leiðtoga minnihlutans í fulltrúadeild þingsins, og ræddi við hana um hina jákvæðu umfjöllun. Hann ræddi einnig við Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, og gladdist yfir því að jafnvel fréttir Fox News væru á jákvæðum nótum.Skömmu seinna hét hann því að starfa meira með fulltrúum Demókrataflokksins.„Ég held að samband okkar verði allt annað en það hefur verið undanfarin ár. Ég held að þetta sé frábært fyrir Bandaríkin og að þetta sé eitthvað sem fólkið vill sjá. Þau vilja viðræður og sjá okkur ná saman að einhverju leyti,“ sagði forsetinn við blaðamenn í gær.Sjá einnig: Trump valtar yfir áætlanir repúblikanaÞrátt fyrir að repúblikanar séu jafnvel reiðir út í Trump draga margir í efa að þetta ástand muni vara. Bæði þá muni Trump sjálfur missa áhugann á samstarfi við demókrata og demókratar muni missa áhugann á samstarfi við forsetann. Blaðamenn Politico segja ljóst að Trump hafi engan áhuga á að leiða Repúblikanaflokkinn á nokkurn hátt. Hann hefur ítrekað skammast yfir leiðtogum flokksins og jafnvel kallað eftir því að þingmenn sem honum lýst ekki á, verði ekki kosnir aftur.Trump er óútreiknanlegur og þingmenn flokks hans eru ósáttir við nýjasta útspil forsetans. Gjá hefur einnig myndast á milli þingmanna flokksins og leiðtoga þeirra í báðum deildum þingsins. Það er þeirra Paul Ryan og Mitch McConnell.Samkvæmt frétt Washington Post óttast þingmenn Repúblikanaflokksins að samband þeirra við Hvíta húsið hafi beðið verulega hnekki og að erfitt verði að koma stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins og í gegnum forsetann.Uppfært 13: 15 Búið er að bæta við þremur tístum Trump þar sem hann gagnrýnir þingmenn Repúblikanaflokksins og segir þeim að einbeita sér að breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna.Republicans, sorry, but I've been hearing about Repeal & Replace for 7 years, didn't happen! Even worse, the Senate Filibuster Rule will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 ...never allow the Republicans to pass even great legislation. 8 Dems control - will rarely get 60 (vs. 51) votes. It is a Repub Death Wish!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Republicans must start the Tax Reform/Tax Cut legislation ASAP. Don't wait until the end of September. Needed now more than ever. Hurry!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í góðu skapi skömmu eftir að hann vaknaði í gær. Hann hafði horft á fréttir og séð jákvæða umfjöllun um þá ákvörðun sína að gera samkomulag við demókrata varðandi skuldaþak ríkisins og fjármögnun stjórnvalda. Jafnvel þó hann hafi grafið verulega undan eigin flokki með samkomulaginu.Samkvæmt New York Times hringdi forsetinn í Nancy Pelosi, leiðtoga minnihlutans í fulltrúadeild þingsins, og ræddi við hana um hina jákvæðu umfjöllun. Hann ræddi einnig við Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, og gladdist yfir því að jafnvel fréttir Fox News væru á jákvæðum nótum.Skömmu seinna hét hann því að starfa meira með fulltrúum Demókrataflokksins.„Ég held að samband okkar verði allt annað en það hefur verið undanfarin ár. Ég held að þetta sé frábært fyrir Bandaríkin og að þetta sé eitthvað sem fólkið vill sjá. Þau vilja viðræður og sjá okkur ná saman að einhverju leyti,“ sagði forsetinn við blaðamenn í gær.Sjá einnig: Trump valtar yfir áætlanir repúblikanaÞrátt fyrir að repúblikanar séu jafnvel reiðir út í Trump draga margir í efa að þetta ástand muni vara. Bæði þá muni Trump sjálfur missa áhugann á samstarfi við demókrata og demókratar muni missa áhugann á samstarfi við forsetann. Blaðamenn Politico segja ljóst að Trump hafi engan áhuga á að leiða Repúblikanaflokkinn á nokkurn hátt. Hann hefur ítrekað skammast yfir leiðtogum flokksins og jafnvel kallað eftir því að þingmenn sem honum lýst ekki á, verði ekki kosnir aftur.Trump er óútreiknanlegur og þingmenn flokks hans eru ósáttir við nýjasta útspil forsetans. Gjá hefur einnig myndast á milli þingmanna flokksins og leiðtoga þeirra í báðum deildum þingsins. Það er þeirra Paul Ryan og Mitch McConnell.Samkvæmt frétt Washington Post óttast þingmenn Repúblikanaflokksins að samband þeirra við Hvíta húsið hafi beðið verulega hnekki og að erfitt verði að koma stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins og í gegnum forsetann.Uppfært 13: 15 Búið er að bæta við þremur tístum Trump þar sem hann gagnrýnir þingmenn Repúblikanaflokksins og segir þeim að einbeita sér að breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna.Republicans, sorry, but I've been hearing about Repeal & Replace for 7 years, didn't happen! Even worse, the Senate Filibuster Rule will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 ...never allow the Republicans to pass even great legislation. 8 Dems control - will rarely get 60 (vs. 51) votes. It is a Repub Death Wish!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Republicans must start the Tax Reform/Tax Cut legislation ASAP. Don't wait until the end of September. Needed now more than ever. Hurry!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017
Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira