Fótbolti

Tvær breytingar á byrjunarliðinu: Sverrir Ingi og Jón Daði koma inn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði kemur inn í byrjunarliðið.
Jón Daði kemur inn í byrjunarliðið. vísir/eyþór
Heimir Hallgrímsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá 1-0 tapinu fyrir Finnlandi fyrir leikinn gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 í kvöld.

Sverrir Ingi Ingason og Jón Daði Böðvarsson koma inn í byrjunarliðið í staðinn fyrir Kára Árnason og Alfreð Finnbogason.

Heimir er því áfram með Aron Einar Gunnarsson og Emil Hallfreðsson saman inni á miðjunni og Gylfa Þór Sigurðsson rétt fyrir aftan Jón Daða í framlínunni.

Ísland er í 3. sæti I-riðils undankeppninnar með 13 stig, einu stigi á eftir Úkraínu sem er í 2. sætinu. Króatía er á toppnum með 16 stig en króatíska liðið mætir því tyrkneska í kvöld.

Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45.

Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leiknum með því að smella hér.

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu.

Tengdar fréttir

Í beinni: Ísland - Úkraína | Úrslitaleikur í Laugardalnum

Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka.

Með örlögin í okkar höndum

Eftir tapið fyrir Finnlandi á laugardag er leikurinn gegn Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld enn mikilvægari fyrir vikið. Ætli strákarnir okkar sér á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar mega þeir ekki við tapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×