Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2017 10:44 Í kosningabaráttunni tók Donald Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að nema úr gildi áætlun sem tryggir réttindi barna óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag. Forsetinn hyggst gefa þinginu sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. DACA var samþykkt í forsetatíð Barack Obama Bandaríkjaforseta og ver hún hundruð þúsunda frá því að verða vísað úr landi og veitir þeim réttindi til að starfa og stunda nám í Bandaríkjunum. Í frétt Politico segir að um málamiðlun sé að ræða, en DACA nýtur mikils stuðnings meðal þingmanna. Segja heimildarmenn Politico að forsetanum kunni enn að snúast hugur, en hann mun greina frá ákvörðun sinni á morgun. Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var greint frá ákvörðun forsetans í gærmorgun. Ryan hefur áður hvatt forsetann til að láta það vera að nema löggjöfina úr gildi þar sem margir myndu standa frammi fyrir mikill óvissu. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekkert annað land, komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekkert annað heimili,“ sagði Ryan. Í kosningabaráttunni tók Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum og sagðist ætla að nema DACA úr gildi við fyrsta tækifæri. Eftir að hann tók við embætti hefur hann sagt málið „mjög, mjög erfitt“. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa hvatt forsetann til að hætta við áform um að afnema DACA. Þannig tísti Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata, að það yrði einhver ljótasta og grimmasta ákvörðun í sögunni ef Trump myndi láta verða af því að nema löggjöfina úr gildi.If Trump decides to end DACA, it will be one of the ugliest and cruelest decisions ever made by a president in our modern history. https://t.co/EXfRAy5azO— Bernie Sanders (@SenSanders) September 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að nema úr gildi áætlun sem tryggir réttindi barna óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag. Forsetinn hyggst gefa þinginu sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. DACA var samþykkt í forsetatíð Barack Obama Bandaríkjaforseta og ver hún hundruð þúsunda frá því að verða vísað úr landi og veitir þeim réttindi til að starfa og stunda nám í Bandaríkjunum. Í frétt Politico segir að um málamiðlun sé að ræða, en DACA nýtur mikils stuðnings meðal þingmanna. Segja heimildarmenn Politico að forsetanum kunni enn að snúast hugur, en hann mun greina frá ákvörðun sinni á morgun. Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var greint frá ákvörðun forsetans í gærmorgun. Ryan hefur áður hvatt forsetann til að láta það vera að nema löggjöfina úr gildi þar sem margir myndu standa frammi fyrir mikill óvissu. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekkert annað land, komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekkert annað heimili,“ sagði Ryan. Í kosningabaráttunni tók Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum og sagðist ætla að nema DACA úr gildi við fyrsta tækifæri. Eftir að hann tók við embætti hefur hann sagt málið „mjög, mjög erfitt“. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa hvatt forsetann til að hætta við áform um að afnema DACA. Þannig tísti Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata, að það yrði einhver ljótasta og grimmasta ákvörðun í sögunni ef Trump myndi láta verða af því að nema löggjöfina úr gildi.If Trump decides to end DACA, it will be one of the ugliest and cruelest decisions ever made by a president in our modern history. https://t.co/EXfRAy5azO— Bernie Sanders (@SenSanders) September 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sjá meira