Sjálfkeyrandi Domino's-bíll kominn á göturnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2017 07:52 Fyrsti sjálfkeyrandi Domino's-bíllinn er kominn í umferð í Michigan. Dominos Hver veit nema að í náinni framtíð muni sjálfkeyrandi bíll aka pizzunni til þín? Ford og Domino's prófa nú sérhannaða Ford Fusion-bifreið í Michican í Bandaríkjunum sem ekki einungis er sjálfkeyrandi heldur einnig búin forláta ofni til að halda pizzunni heitri. Stefna fyrirtækin á að gera pizzusendla óþarfa og því mun enginn ganga með pizzuna upp að dyrum og hringja bjöllunni. Þess í stað munu viðskiptavinirnir þurfa að labba að bílnum og sækja pizzuna. Það er ekki síst það sem fyrirtækin hafa áhuga á að prófa. „Hvernig munu viðskiptavinir bregðast við því að þurfa að sækja pizzuna? Við þurfum að tryggja að viðmótið sé einfalt og skýrt,“ er haft eftir forstjóra Domino's, Russel Weiner, á vef CNN. Til þess að nálgast pizzuna sína þurfa viðskiptavinirnir að slá inn fjóra tölustafi á lyklaborð sem staðsett er á hlið bílsins. Séu réttir stafir slegnir inn opnast hleri þar sem nálgast má pizzuna. Meðan á prófunum stendur munu verkfræðingur og ökumaður sitja í bílnum en þeim hafa verið gefið skýr fyrirmæli um að aðstoða ekki viðskiptavinina. Þá eru rúður bílsins skyggðar þannig að þeir ættu ekki að verða varir við farþega bílsins. Bíllinn mun aka um götur Ann Arbor í Michigan næstu fimm vikurnar. Gangi prófanir vel verður sjálfkeyrandi bílunum fjölgað og látið á þá reyna í fleiri borgum vestanhafs.Til þess að nálgast pizzuna þarf að slá inn fjóra tölustafi.Dominos Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hver veit nema að í náinni framtíð muni sjálfkeyrandi bíll aka pizzunni til þín? Ford og Domino's prófa nú sérhannaða Ford Fusion-bifreið í Michican í Bandaríkjunum sem ekki einungis er sjálfkeyrandi heldur einnig búin forláta ofni til að halda pizzunni heitri. Stefna fyrirtækin á að gera pizzusendla óþarfa og því mun enginn ganga með pizzuna upp að dyrum og hringja bjöllunni. Þess í stað munu viðskiptavinirnir þurfa að labba að bílnum og sækja pizzuna. Það er ekki síst það sem fyrirtækin hafa áhuga á að prófa. „Hvernig munu viðskiptavinir bregðast við því að þurfa að sækja pizzuna? Við þurfum að tryggja að viðmótið sé einfalt og skýrt,“ er haft eftir forstjóra Domino's, Russel Weiner, á vef CNN. Til þess að nálgast pizzuna sína þurfa viðskiptavinirnir að slá inn fjóra tölustafi á lyklaborð sem staðsett er á hlið bílsins. Séu réttir stafir slegnir inn opnast hleri þar sem nálgast má pizzuna. Meðan á prófunum stendur munu verkfræðingur og ökumaður sitja í bílnum en þeim hafa verið gefið skýr fyrirmæli um að aðstoða ekki viðskiptavinina. Þá eru rúður bílsins skyggðar þannig að þeir ættu ekki að verða varir við farþega bílsins. Bíllinn mun aka um götur Ann Arbor í Michigan næstu fimm vikurnar. Gangi prófanir vel verður sjálfkeyrandi bílunum fjölgað og látið á þá reyna í fleiri borgum vestanhafs.Til þess að nálgast pizzuna þarf að slá inn fjóra tölustafi.Dominos
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira