Lavrov heitir harkalegum viðbrögðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2017 14:28 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/EPA Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heitir því að stjórnvöld Rússlands muni bregðast harkalega við aðgerðum Bandaríkjanna, sem ætlað sé að valda Rússlandi skaða. Þetta sagði ráðherrann degi eftir að yfirvöld Bandaríkjanna skipuðu Rússum að loka þremur starfsstöðvum sínum í Bandaríkjunum. Lavrov kvartaði einnig yfir því að þeir hefðu einungis fengið 48 klukkustundir til að fylgja tilmælum ráðamanna í Washington.Sjá einnig: Rússum gert að loka starfsstöðvum í Bandaríkjunum „Við munum bregðast við um leið og við ljúkum greiningu okkar,“ sagði Lavrov við rússneska nemendur í dag, samkvæmt frétt Reuters. Lavrov bætti við að hann vildi segja nemendunum alla söguna um samskipti Bandaríkjanna og þær refisaðgerðir sem hafa farið ríkjanna á milli á udanförnum árum. „Það var ríkisstjórn Obama sem byrjaði til að grafa undan samskiptum ríkjanna og til að koma í veg fyrir að Trump gæti komið uppbyggilegum hugmyndum sínum í verk og staðið við kosningaloforð sín,“ sagði Lavrov.Aðgerðirnar hófust 2014 Þau ummæli ráðherrans eru þó ekki rétt. Ríkisstjórn Barack Obama, í samvinnu með Evrópusambandinu, beitti Rússum refsiaðgerðum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 og hernaðaraðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa svo jafnvel verið hertar síðan. Það var svo í desember í fyrra sem ríkisstjórn Obama lét reka 35 rússneska erindreka og njósnara frá Bandaríkjunum eftir að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hjálpa Donald Trump. Lavrov hélt því einnig fram í dag, samkvæmt fréttaveitunni Tass, að þingmenn í Bandaríkjunum stæðu að baki aðgerðunum gegn Rússlandi. Markmið þeirra væri að grafa undan ríkisstjórn Donald Trump.(Uppfært: Í fyrstu stóð hér að ofan að Lavrov væri utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Það voru mistök og hefur það verið lagað.) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heitir því að stjórnvöld Rússlands muni bregðast harkalega við aðgerðum Bandaríkjanna, sem ætlað sé að valda Rússlandi skaða. Þetta sagði ráðherrann degi eftir að yfirvöld Bandaríkjanna skipuðu Rússum að loka þremur starfsstöðvum sínum í Bandaríkjunum. Lavrov kvartaði einnig yfir því að þeir hefðu einungis fengið 48 klukkustundir til að fylgja tilmælum ráðamanna í Washington.Sjá einnig: Rússum gert að loka starfsstöðvum í Bandaríkjunum „Við munum bregðast við um leið og við ljúkum greiningu okkar,“ sagði Lavrov við rússneska nemendur í dag, samkvæmt frétt Reuters. Lavrov bætti við að hann vildi segja nemendunum alla söguna um samskipti Bandaríkjanna og þær refisaðgerðir sem hafa farið ríkjanna á milli á udanförnum árum. „Það var ríkisstjórn Obama sem byrjaði til að grafa undan samskiptum ríkjanna og til að koma í veg fyrir að Trump gæti komið uppbyggilegum hugmyndum sínum í verk og staðið við kosningaloforð sín,“ sagði Lavrov.Aðgerðirnar hófust 2014 Þau ummæli ráðherrans eru þó ekki rétt. Ríkisstjórn Barack Obama, í samvinnu með Evrópusambandinu, beitti Rússum refsiaðgerðum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 og hernaðaraðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa svo jafnvel verið hertar síðan. Það var svo í desember í fyrra sem ríkisstjórn Obama lét reka 35 rússneska erindreka og njósnara frá Bandaríkjunum eftir að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hjálpa Donald Trump. Lavrov hélt því einnig fram í dag, samkvæmt fréttaveitunni Tass, að þingmenn í Bandaríkjunum stæðu að baki aðgerðunum gegn Rússlandi. Markmið þeirra væri að grafa undan ríkisstjórn Donald Trump.(Uppfært: Í fyrstu stóð hér að ofan að Lavrov væri utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Það voru mistök og hefur það verið lagað.)
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira