Handbolti

Ólafur til Kolding

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur skilur eftir sig stórt skarð í Stjörnuliðinu.
Ólafur skilur eftir sig stórt skarð í Stjörnuliðinu. vísir/anton
Ólafur Gústafsson er á förum til danska liðsins KIF Kolding Köbenhavn frá Stjörnunni samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Ólafur skrifar undir þriggja ára samning við Kolding sem er með þrjú stig eftir jafn marga leiki í dönsku úrvalsdeildinni.

Ólafur, sem er 28 ára rétthent skytta, var á mála hjá Aalborg í Danmörku á árunum 2014-16 en lék lítið með liðinu vegna meiðsla. Hann lék áður með FH og Aalborg. Ólafur hefur leikið 22 landsleiki og skorað 43 mörk.

Ólafur kom heim fyrir síðasta tímabil og gekk í raðir Stjörnunnar. Hann skoraði 88 mörk í 19 leikjum í Olís-deildinni, eða 4,6 mörk að meðaltali í leik.

Ólafur skoraði fimm mörk í sigri Stjörnunnar á Selfossi, 29-26, í 1. umferð Olís-deildarinnar um síðustu helgi. Ólafur leikur væntanlega sinn síðasta leik með Stjörnunni gegn Fram á mánudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×