Kvöldverðarfundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2017 06:12 Þetta er í annað sinn sem Donald Trump nær samkomulagi við demókrata á skömmum tíma, þvert á óskir eigin flokksmanna. Vísir/Getty Tveir háttskrifaðir demókratar segja flokk þeirra hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Áætlunin felur í sér vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn en Trump lýsti því yfir í upphafi mánaðarins að að hún yrði afnumin í stjórnartíð hans. Það hefði sett líf þeirra 800 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Eftir kvöldverðarfund í Hvíta húsinu í gær tilkynntu Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, að í samkomulaginu fælist ekki einungis framhald á DACA heldur jafnframt að hinn umdeildi veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós yrði sleginn af borðinu í bili. Þess í stað hefðu náðst sættir um umfangsmiklar aðgerðir í landamæramálum sem bæði Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur talað fyrir veggnum, og Demókratar gætu sætt sig við.Chuck Schumer stendur hér í pontu merktri baráttunni gegn afnámi DACA. Honum á hægri hönd er Nancy Pelosi.Vísir/gettyDemókratar hafa ítrekað sagt að þeir munu aldrei samþykkja nein fjárlög eða aðrar fjárveitingar sem hjálpa veggnum rísa. Tilkynning frá Hvíta húsinu eftir fundinn var þó aðeins hófstilltari að sögn BBC. Þar kom einungis fram að skatta- og landamæramál hafi verið rædd ásamt DACA. Talsmaður Hvíta hússins sagði á Twitter-síðu sinni í gær að þó vissulega hafi verið rætt um DACA og landamæramál hafi ekkert samkomulag náðst um vegginn á fundinum í gær. Aðstoðarmaður Schumer svaraði henni á Twitter og benti á að forsetinn myndi áfram berjast fyrir veggnum en hann væri þó ekki hluti af þessu samkomulagi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Trump semur við demókrata. Þannig náðu þeir saman í síðustu viku um tímabundna hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna til 8. desember næstkomandi. Repúblikanar, flokksmenn forsetans, vildu hins vegar kaupa sér meiri tíma fyrir þingkosningarnar næsta vor. Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem get fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Tveir háttskrifaðir demókratar segja flokk þeirra hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Áætlunin felur í sér vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn en Trump lýsti því yfir í upphafi mánaðarins að að hún yrði afnumin í stjórnartíð hans. Það hefði sett líf þeirra 800 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Eftir kvöldverðarfund í Hvíta húsinu í gær tilkynntu Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, að í samkomulaginu fælist ekki einungis framhald á DACA heldur jafnframt að hinn umdeildi veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós yrði sleginn af borðinu í bili. Þess í stað hefðu náðst sættir um umfangsmiklar aðgerðir í landamæramálum sem bæði Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur talað fyrir veggnum, og Demókratar gætu sætt sig við.Chuck Schumer stendur hér í pontu merktri baráttunni gegn afnámi DACA. Honum á hægri hönd er Nancy Pelosi.Vísir/gettyDemókratar hafa ítrekað sagt að þeir munu aldrei samþykkja nein fjárlög eða aðrar fjárveitingar sem hjálpa veggnum rísa. Tilkynning frá Hvíta húsinu eftir fundinn var þó aðeins hófstilltari að sögn BBC. Þar kom einungis fram að skatta- og landamæramál hafi verið rædd ásamt DACA. Talsmaður Hvíta hússins sagði á Twitter-síðu sinni í gær að þó vissulega hafi verið rætt um DACA og landamæramál hafi ekkert samkomulag náðst um vegginn á fundinum í gær. Aðstoðarmaður Schumer svaraði henni á Twitter og benti á að forsetinn myndi áfram berjast fyrir veggnum en hann væri þó ekki hluti af þessu samkomulagi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Trump semur við demókrata. Þannig náðu þeir saman í síðustu viku um tímabundna hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna til 8. desember næstkomandi. Repúblikanar, flokksmenn forsetans, vildu hins vegar kaupa sér meiri tíma fyrir þingkosningarnar næsta vor.
Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem get fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44