Erlent

Hicks ráðin nýr samskiptastjóri Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Hope Hicks og Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Hope Hicks og Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vísir/afp
Hope Hicks hefur verið ráðin í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Hicks tók við stöðunni til bráðabirgða af Anthony Scaramucci sem var rekinn í júlí eftir einungis tíu daga í starfi. NBC greinir frá.

Hin 28 ára Hicks hefur starfað í teymi Trump allt frá því að hann hóf kosningabaráttu sína í júní 2015.

Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Trump, greindi frá ráðningu Hicks á fundi með blaðamönnum í morgun.

Hicks er sú þriðja til að gegna stöðu samskiptastjóra í forsetatíð Trump, en sá fyrsti í röðinni, Mike Dubke, tilkynnti um afsögn sína í maí síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×