Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 11:49 Stjórnvöld ætla að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hækka gjald á kolefni sem er lagt á bensín og olíu. Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda kolefnisgjald sem er lagt á jarðefnaeldsneyti og jarðgas í byrjun næsta árs til að draga úr losun koltvísýrings sem veldur loftslagsbreytingum. Ívilanir í þágu rafbíla verða framlengdar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2022 sem var kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að núverandi kolefnisgjald þyki almennt lágt í samanburði við sambærilega gjaldtöku á Norðurlöndunum. Kolefnisgjald er nú 6,30 krónur á lítra af gas- og díselolíu og 5,50 krónur á bensínlítrann. Með breytingunni verður kolefnisgjaldið því 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensín. Meginmarkmið aðgerðarinnar er sagt það að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til þess að draga úr losun með því að skipta yfir í hreinni orku. Aðgerðin beinist með skýrum hætti gegn losun koltvísýrings í andrúmsloft og samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Hækkunin á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna árlega til skamms tíma. Í áætluninni kemur fram að að viðbúið sé að eitthvað dragi úr tekjunum þegar líður á tímabilið vegna fjölgunar sparneytnari bifreiða og bifreiða sem nota aðra orkugjafa. Vænta megi frekari aðgerða á sviði grænna skatta á tímabili fjármálaáætlunarinnar en starfshópur um endurskoðun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki eigi að ljúka störfum í vor.Skipta um áherslur gagnvart olíu og bensíniBenedikt Jóhanesson, fjármálaráðherra, lýsti því þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að jafna gjaldtöku á bensíni annars vegar og olíu hins vegar. Gjald á díselolíu hefur verið lægra en á bensín vegna þess að minni losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af bruna hennar. Vísaði Benedikt til sjónarmiða um aukna loftmengun af völdum díselolíu sem rökstuðning fyrir að hækka olíugjald umfram vörugjöld á bensíni á næsta ári.Rafbílar hafa verið undanþegnir vörugjöldum og virðisaukaskatti en aðeins til eins árs í senn. Nú verður breyting þar á.Vísir/PjeturDregur úr óvissu rafbílasalaÞá kemur fram að ívilnanir til kaupa á vistvænum bílum verði framlengdar í þrjú ár. Ríkið hefur fellt niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbílum undanfarin ár en þær ívilnanir hafa aðeins verið samþykktar til eins árs í senn. Það hefur þótt skapa verulega óvissu fyrir bílaumboð sem selja rafbíla. Dæmi hafa verið um að bílasölur hafi aðeins fengið að vita með örfárra vikna fyrirvara hvort að ívilnanirnar, sem hafa veruleg áhrif á verð rafbíla, yrðu endurnýjaðar fyrir næsta árið. Niðurfelling virðisaukaskattsins á að kosta ríkissjóð tvo milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda kolefnisgjald sem er lagt á jarðefnaeldsneyti og jarðgas í byrjun næsta árs til að draga úr losun koltvísýrings sem veldur loftslagsbreytingum. Ívilanir í þágu rafbíla verða framlengdar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2022 sem var kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að núverandi kolefnisgjald þyki almennt lágt í samanburði við sambærilega gjaldtöku á Norðurlöndunum. Kolefnisgjald er nú 6,30 krónur á lítra af gas- og díselolíu og 5,50 krónur á bensínlítrann. Með breytingunni verður kolefnisgjaldið því 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensín. Meginmarkmið aðgerðarinnar er sagt það að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til þess að draga úr losun með því að skipta yfir í hreinni orku. Aðgerðin beinist með skýrum hætti gegn losun koltvísýrings í andrúmsloft og samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Hækkunin á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna árlega til skamms tíma. Í áætluninni kemur fram að að viðbúið sé að eitthvað dragi úr tekjunum þegar líður á tímabilið vegna fjölgunar sparneytnari bifreiða og bifreiða sem nota aðra orkugjafa. Vænta megi frekari aðgerða á sviði grænna skatta á tímabili fjármálaáætlunarinnar en starfshópur um endurskoðun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki eigi að ljúka störfum í vor.Skipta um áherslur gagnvart olíu og bensíniBenedikt Jóhanesson, fjármálaráðherra, lýsti því þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að jafna gjaldtöku á bensíni annars vegar og olíu hins vegar. Gjald á díselolíu hefur verið lægra en á bensín vegna þess að minni losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af bruna hennar. Vísaði Benedikt til sjónarmiða um aukna loftmengun af völdum díselolíu sem rökstuðning fyrir að hækka olíugjald umfram vörugjöld á bensíni á næsta ári.Rafbílar hafa verið undanþegnir vörugjöldum og virðisaukaskatti en aðeins til eins árs í senn. Nú verður breyting þar á.Vísir/PjeturDregur úr óvissu rafbílasalaÞá kemur fram að ívilnanir til kaupa á vistvænum bílum verði framlengdar í þrjú ár. Ríkið hefur fellt niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbílum undanfarin ár en þær ívilnanir hafa aðeins verið samþykktar til eins árs í senn. Það hefur þótt skapa verulega óvissu fyrir bílaumboð sem selja rafbíla. Dæmi hafa verið um að bílasölur hafi aðeins fengið að vita með örfárra vikna fyrirvara hvort að ívilnanirnar, sem hafa veruleg áhrif á verð rafbíla, yrðu endurnýjaðar fyrir næsta árið. Niðurfelling virðisaukaskattsins á að kosta ríkissjóð tvo milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira