Clinton segir Trump-liða vera hræsnara Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2017 16:23 Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta. Vísir/Getty Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna gegn Donald Trump, segir það að minnst sex starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafi notað einkapósthólf til opinberra starfa vera „hámark hræsninnar“. Trump og starfsmenn hans veittust ítrekað að henni í kosningabaráttunni fyrir að hafa notast við einkapósthólf þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta.Úlfaldi úr mýflugu Þar að auki rannsökuðu nefndir beggja deilda þingsins, sem var og er stjórnað af repúblikönum, málið ítrekað og lengi. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakaði einnig málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að ákæra Clinton. Clinton sagði að Trump og starfsmenn hans hefðu vel vitað að það væri ekki tilefni til að gera svo stórt mál úr tölvupóstamáli hennar. Ef þeim hefði verið alvara ættu þingmenn repúblikanaflokksins nú að vera að kalla eftir rannsókn á notkun starfsmanna Trump á eigin pósthólfum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonNew York Times hefur nafngreint sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Trump sem notuðust við eigið pósthólf. Það eru þeir Jared Kushner, Stephen Bannon, Reince Priebus, Gary D. Cohn, Stephen Miller og Ivanka Trump.Munur á málunum Opinberum starfsmönnum ber að notast við opinber pósthólf í störfum sínum svo almenningur og eftirlitsaðilar hafi aðgang að þeim. Þrátt fyrir áköll um hræsni er þó munur á málunum tveimur. Clinton var með ríkisleyndarmál á eigin vefþjóni og notaðist hún eingöngu við þann vefþjón fyrir tölvupóstssamskipti sín sem ráðherra. Umfang notkunar starfsmanna Trump á eigin pósthólfum liggur ekki fyrir en starfsmenn Hvíta hússins segja það hafa verið af og til. Póstarnir hafa ekki verið gerðið opinberir. Donald Trump Tengdar fréttir Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16 Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna gegn Donald Trump, segir það að minnst sex starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafi notað einkapósthólf til opinberra starfa vera „hámark hræsninnar“. Trump og starfsmenn hans veittust ítrekað að henni í kosningabaráttunni fyrir að hafa notast við einkapósthólf þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta.Úlfaldi úr mýflugu Þar að auki rannsökuðu nefndir beggja deilda þingsins, sem var og er stjórnað af repúblikönum, málið ítrekað og lengi. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakaði einnig málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að ákæra Clinton. Clinton sagði að Trump og starfsmenn hans hefðu vel vitað að það væri ekki tilefni til að gera svo stórt mál úr tölvupóstamáli hennar. Ef þeim hefði verið alvara ættu þingmenn repúblikanaflokksins nú að vera að kalla eftir rannsókn á notkun starfsmanna Trump á eigin pósthólfum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonNew York Times hefur nafngreint sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Trump sem notuðust við eigið pósthólf. Það eru þeir Jared Kushner, Stephen Bannon, Reince Priebus, Gary D. Cohn, Stephen Miller og Ivanka Trump.Munur á málunum Opinberum starfsmönnum ber að notast við opinber pósthólf í störfum sínum svo almenningur og eftirlitsaðilar hafi aðgang að þeim. Þrátt fyrir áköll um hræsni er þó munur á málunum tveimur. Clinton var með ríkisleyndarmál á eigin vefþjóni og notaðist hún eingöngu við þann vefþjón fyrir tölvupóstssamskipti sín sem ráðherra. Umfang notkunar starfsmanna Trump á eigin pósthólfum liggur ekki fyrir en starfsmenn Hvíta hússins segja það hafa verið af og til. Póstarnir hafa ekki verið gerðið opinberir.
Donald Trump Tengdar fréttir Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16 Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16
Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18