Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 15:34 Mark Zuckerberg og félagar hjá Facebook segja að rússnesku auglýsingarnar hafi aðeins verið lítill hluti af þeim auglýsingum sem voru keyptar fyrir kosningarnar í fyrra. Vísir/AFP Fjöldi þeirra þúsunda auglýsinga sem Rússar keyptu á Facebook í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra voru miðaðar að því að magna upp spennu á milli kynþátta og trúarhópa. Stjórnendur Facebook, stærsta samfélagsmiðils heims, hafa viðurkennt að starfsmenn þess hafi fundið að minnsta kosti 3.000 auglýsingar sem Rússar keyptu. Þær voru keyptar í gegnum 470 gervisíður og reikninga fyrir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara. Hluti auglýsinganna virðist hafa haft það að markmiði að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi. Washington Post hefur eftir fólki sem þekkir til auglýsinganna að sumar þeirra hafi farið lofsamlegum orðum um baráttuhópa svartra eins og Líf svartra skipta máli en í öðrum hafi því verið haldið fram að sömu hópar væru vaxandi pólitísk ógn. Í enn öðrum var athygli vakin á stuðningi múslimakvenna við Hillary Clinton. Auglýsingarnar birtust ólíkum hópum notenda sem voru skilgreindir út frá pólitískum og lýðfræðilegum einkennum þeirra. Leyniþjónustunefndir Bandaríkjaþings ætla að fara yfir auglýsingarnar sem Facebook hefur afhent upplýsingar um á næstu vikum.Bandarískir rannsakendur kanna nú hvort að forsetaframboð Trump hafi staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Frá fundi Trump með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands í vor.Vísir/AFPEkki yfirlýst beint að kosningunumSundrungaráróðrinum sem Rússar keyptu er sagður svipa til málflutnings Donalds Trump og stuðningsmanna hans sem var dreift á samfélagsmiðlum og hægrisinnuðum vefsíðum í kosningabaráttunni. Nokkrar þingnefndir og sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytins rannsaka nú hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Alex Stamos, yfirmaður öryggismála Facebook, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að flestar auglýsinganna hafi ekki minnst beint á forsetakosningarnar eða neinn ákveðinn frambjóðanda. „Hins vegar virtust auglýsingarnar og reikningarnir beinast að því að magna upp sundrandi félagsleg og pólitísk skilaboð yfir allt pólitíska litrófið og komu inn á málefni allt frá LGBT-málum til kynþáttamála, innflytjenda og byssueignar,“ sagði Stamos í yfirlýsingu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fjöldi þeirra þúsunda auglýsinga sem Rússar keyptu á Facebook í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra voru miðaðar að því að magna upp spennu á milli kynþátta og trúarhópa. Stjórnendur Facebook, stærsta samfélagsmiðils heims, hafa viðurkennt að starfsmenn þess hafi fundið að minnsta kosti 3.000 auglýsingar sem Rússar keyptu. Þær voru keyptar í gegnum 470 gervisíður og reikninga fyrir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara. Hluti auglýsinganna virðist hafa haft það að markmiði að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi. Washington Post hefur eftir fólki sem þekkir til auglýsinganna að sumar þeirra hafi farið lofsamlegum orðum um baráttuhópa svartra eins og Líf svartra skipta máli en í öðrum hafi því verið haldið fram að sömu hópar væru vaxandi pólitísk ógn. Í enn öðrum var athygli vakin á stuðningi múslimakvenna við Hillary Clinton. Auglýsingarnar birtust ólíkum hópum notenda sem voru skilgreindir út frá pólitískum og lýðfræðilegum einkennum þeirra. Leyniþjónustunefndir Bandaríkjaþings ætla að fara yfir auglýsingarnar sem Facebook hefur afhent upplýsingar um á næstu vikum.Bandarískir rannsakendur kanna nú hvort að forsetaframboð Trump hafi staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Frá fundi Trump með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands í vor.Vísir/AFPEkki yfirlýst beint að kosningunumSundrungaráróðrinum sem Rússar keyptu er sagður svipa til málflutnings Donalds Trump og stuðningsmanna hans sem var dreift á samfélagsmiðlum og hægrisinnuðum vefsíðum í kosningabaráttunni. Nokkrar þingnefndir og sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytins rannsaka nú hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Alex Stamos, yfirmaður öryggismála Facebook, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að flestar auglýsinganna hafi ekki minnst beint á forsetakosningarnar eða neinn ákveðinn frambjóðanda. „Hins vegar virtust auglýsingarnar og reikningarnir beinast að því að magna upp sundrandi félagsleg og pólitísk skilaboð yfir allt pólitíska litrófið og komu inn á málefni allt frá LGBT-málum til kynþáttamála, innflytjenda og byssueignar,“ sagði Stamos í yfirlýsingu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06
Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26