Handbolti

Íslendingar í fyrsta Meistaradeildarleiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Víkingskonur voru 14-7 undir í hálfleik og áttu í raun aldrei möguleika í leiknum.
Víkingskonur voru 14-7 undir í hálfleik og áttu í raun aldrei möguleika í leiknum. mynd/ Facebooksíða EHF
Fyrir 24 árum síðan var leikinn fyrsti leikur í Meistaradeild Evrópu í handbolta kvenna.

Það sem er frásögufærandi við þá staðreynd er að lið Víkings frá Reykjavík lék í þessum upphafsleik Meistaradeildarinnar.

Leikurinn fór fram á Valencia á Spáni og fór heimaliðið með 26-16 sigur í leiknum.

Markahæst Íslendinga í leiknum, með 5 mörk, var fyrrum landsliðskonan Halla María Helgadóttir. Hún varð síðar fyrsta íslenska konan sem gerðist atvinnumaður í hanbolta.

Meðal annara í liðinu voru fyrrum landsliðskonurnar Svava Ýr Baldvinsdóttir, Inga Lára Þórisdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir.

Þjálfari liðsins var Theodór Guðfinnsson.

Mynd af leikskýrslu leiksins og spænskum blaðaklippum má sjá í Twitterfærslu EHF.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×