Handbolti

Kiel tapaði fyrir Veszprem

Dagur Lárusson skrifar
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel eru í neðsta sæti B-riðils.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel eru í neðsta sæti B-riðils. Vísir/getty
Meistaradeildin í Handbolta hélt áfram að rúlla í dag með nokkrum leikjum og voru meðal annars lærisveinar Alfreðs Gísla í Kiel í eldlínunni en þeir fóru í heimsókn til Weszprem.

Fyrir leik voru Kiel ekki í nægilega góðum málum en þeir sátu í neðsta sæti B-riðils með tvö stig og því þurftu þeir nauðsynlega á sigri að halda en Weszprem voru hinsvegar í góðum málum í efsta sæti með fullt hús stiga.

Það voru liðsmenn Kiel sem að byrjuðu leikinn betur og voru meira og minna með forystuna í fyrri hálfleiknum og var staðan í leikhlé 15-12 fyrir Kiel.

Í seinni hálfleiknum óx Veszprem ásmegin og komust þeir yfir þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þeir héldu forystunni út leikinn og unnu að lokum tveggja marka sigur.

Eftir leikinn er Veszprem búið að styrkja stöðu sína á toppi riðilsins og er nú með 8 stig á meðan Kiel situr ennþá á botninum með 2 stig.

Arnór Atlason og Janus Daði Smárason og félagar í Aalborg tóku á móti Meshkov Brest í sama riðli og voru það gestirnir sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

Yfyrirburðir Meshkov Brest héldu áfram í seinni hálfleiknum og unnu þeir að lokum sigur, 23-20. Eftir leikinn situr Meshkov Brest í 4.sæti B-riðils með fjögur stig á meðan Alborg er tveimur sætum neðar með tvö stig.

Aðrir leikir fóru þannig að Elverum bar sigurorð á Dinamo Bucaresti 40-32, Paris vann sigur á Celje 30-27 og Zagreb og Wisla Plock skildu jöfn 28-28.


Tengdar fréttir

Vandræði Kiel halda áfram

Það var Íslendingaslagur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lærisveinar Alfreðs Gíslasonar heimsóttu Guðjón Val Sigurðsson, Alexander Petterson og félaga í Rhein Neckar Löwen.

Vive Kielce með stórsigur á Kiel

Kiel og Vive Kielce mættust í meistaradeildinni í handbolta í dag en það var enginnn Alfreð Gíslason á hliðarlínunni fyrir Kiel að þessu sinni þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×