Umfjöllun og viðtöl: FH - St. Pétursborg 32 - 27 | FH í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Rússlandi Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 7. október 2017 21:00 FH-ingar hafa byrjað tímabilið frábærlega. vísir/anton FH vann góðan fimm marka sigur á St. Pétursborg í 2. umferð EHF-bikarsins í dag 32 - 27. Fimleikafélagið er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem leikinn verður í næstu viku, 15. október, í Rússlandi. Leikurinn var heldur jafn í upphafi og skiptust liðin á að leiða með einu marki en eftir góðan kafla hjá FH undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 14-11 og náðu þeir að halda þeirri forystu út leikinn. En staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks 17-14. St. Pétursborg átti fínar fyrstu mínúturnar í seinni hálfleikinn, náðu þó aldrei yfirhöndinni. Ágúst Elí ákvað síðan að loka markinu og nýttu FHingar sér það. Munurinn orðinn 5 mörk eftir 7 mínútur og eftir það var leikurinn í sjálfum sér aldrei í hættu. Ágúst Elí átti góðan leik í markinu, varnarleikur sem og sóknarleikurinn góður og stemmingin í krikanum frábær. Loka tölur 32 - 27 og spennandi verkefni framundan hjá Fimleikafélaginu sem heldur út til Rússlands í næstu viku.Af hverju vann FH? FHingar mættu grimmir til leiks, tók smá tíma að finna taktinn og svör við leik St. Pétursborg en eftir það var leikur FH sannfærandi og unnu þeir sanngjarnan sigur. Sóknaleikur, varnarleikur og markvarsla var í topp standi í dag, framlag leikmann gott og Ágúst Elí steig upp á réttum tímum leiksins og lokaði marki FH.Hverjir stóðu uppúr? Eins og fyrr segir þá var Ágúst Elí í markinu hjá FH frábær. Einar Rafn Eiðsson, og Ágúst Birgisson báðir með 8 mörk. Ásbjörn og Óðinn Þór skiluðu einnig sínu hér í dag. Dimitrii Kiselev leikmaður St. Pétursborgar var atkvæðamestur með 10 mörk. Áhorfendur fá einnig hrós fyrir frábæra stemmingu í Kaplakrika í dag.Hvað gekk illa? Ísak Rafnsson fann sig engan veginn í sókninni, þessi frábæri leikmaður hefði mátt sýna meira. FHingar fengu á sig alltof mörg mörk eftir frákast frá Ágústi Elí, þurfa að fylgjast betur með og ná frákastinu. FH vörninni gekk illa að stöðva Dimitrii, mörk hans komu lang flest fyrir utan og þurfa þeir að stíga hann betur niður.Hvað gerist næst? Liðin mætast í seinni leik 2. umferðar ytra sunnudaginn 15. október. Krefjandi en spennandi verkefni framundan hjá FH. FHingar hafa fimm mörk á St.pétursborg en það er þó alls ekki gefið, eru í góðri stöðu en þurfa að eiga mjög góðan leik á sterkum heimavelli rússana til að halda þessu og tryggja sér sæti í 3. umferðinni. Halldór: Virkilega sáttur með sigurinn og spenntur fyrir komandi verkefni í RússlandiHalldór Jóhann þjálfari FH var virkilega sáttur eftir leikinn í dag. ,,góður fimm marka sigur og ég er sáttur með það hvernig okkar leikur óx á þegar líða fór á leikinn" sagði Halldórs sem sagði að sigurinn hafi ekki komið sér á óvart. ,,Ég vissi að ef við myndum spila góðan leik þá ættum við fulla möguleika á að vinna þetta lið. Við þurftum að ná ákveðnum þáttum fram og stíga á ákveðna pósta hjá þeim, þeir eru með öflugan hægri kannt og góðan leikmenn sem spila fyrir sitt landslið. Okkur tókst þetta vel og vorum vel undirbúnir bæði andlega og líkamlega." FH heldur til Rússlands í næstu viku þar sem þeir mæta St.Pétursborg í seinni leik liðanna, leikurinn fer fram sunnudaginn 15. október og er Halldór spenntur fyrir því verkefni. ,,Ég býst við erfiðu en skemmtilegu verkefni, við förum til Rússlands með fimm marka forystu og menn þurfa bara að mæta með haldan haus en ákveðna spennu og gera sitt besta. Ég veit að við erum með lið til að standa í þeim, en það þurfa auðvitað ákveðnir þættir að spila inní og ganga upp eins og gerði hér í dag." Ágúst Elí varði nokkur dauðafæri í leiknum og er Halldór ekki nægilega sáttur við að sínir menn hafi ekki verið tilbúnir og náð frákastinu. ,,Ágúst er að taka góða bolta og töluvert af dauðafærum en þeir fá hjá okkur 6-7 fráköst beint uppí hendurnar, það er eitthvað sem við þurfum að skoða og gera betur. Það má auðvitað alltaf laga eitthvað, ákveðnir hlutir í vörninni sem ég mun fara yfir og í sókninni hefði ég viljað sjá þá keyra betur á þá, sérstaklega í seinni hálfleik. Fannst þeir vera farnir að pæla í að halda forystu í staðinn fyrir að halda áfram, en þar kemur nátturlega inn reynsluleysið í Evrópukeppnum þar sem hvert mark telur." sagði Halldór Jóhann Karl Reynisson fór meiddur af velli strax í upphafi leiks, þar sem útlit er fyrir að hann hafi tognað aftan í læri. ,,Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum, þetta lítur út fyrir að vera tognun. Við tökum stöðuna á morgun en þetta verður bara að koma í ljós. Sjúkraþjálfarateymið fer bara í þetta. Ásbjörn: Við hefðum tekið 5 marka sigri fyrir leik Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH hefði viljað sjá sína menn keyra betur á rússana og ná 7-8 marka forskoti. ,,Góður sigur hjá okkur á góðu rússnesnku liði. Við spiluðum nokkuð þéttann leik, hefðum átt að ná aðeins fleiri vörnum og stoppum í seinni hálfleik, þá gætum við hafa náð 7 - 8 mörkum en við hefðum tekið 5 mörkum fyrir leik.” sagði Ásbjörn ,,Þeir verða sterkari á heimavelli, nú er það okkar að ná ennþá betri leik og ekki hugsa útí fimm marka forskotið sem við höfum heldur að það sé nýr leikur og nýr dagur. Við erum líka sterkir á útivelli svo ég kvíði því ekki, þetta er bara skemmtileg áskorun.” ,,Við þurfum að fá fleiri seinni bylgju mörk, hættum að keyra á þá sérstaklega eftir að Ágúst Elí varði nokkur dauðafæri, þar hefðum við átt að keyra betur á þá. Varnarlega hefði ég vilja sjá okkur ná fleiri stoppum og síðustu 10 - 15 mínúturnar vorum við svolítið geystir.” Sagði Ásbjörn sem segir að þeir þurfi að passa Dimitrii Kiselev betur, en hann skoraði 10 mörk fyrir sitt lið í dag. ,,Við vissum að hann væri góður, þurfum að stoppa hann. Við vorum með ákveðnar lausnir á móti honum en þeir spiluðu bara góðan leik og hann var að skjóta mikið þannig að við þurfum að halda honum betur niðri í næsta leik” Handbolti
FH vann góðan fimm marka sigur á St. Pétursborg í 2. umferð EHF-bikarsins í dag 32 - 27. Fimleikafélagið er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem leikinn verður í næstu viku, 15. október, í Rússlandi. Leikurinn var heldur jafn í upphafi og skiptust liðin á að leiða með einu marki en eftir góðan kafla hjá FH undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 14-11 og náðu þeir að halda þeirri forystu út leikinn. En staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks 17-14. St. Pétursborg átti fínar fyrstu mínúturnar í seinni hálfleikinn, náðu þó aldrei yfirhöndinni. Ágúst Elí ákvað síðan að loka markinu og nýttu FHingar sér það. Munurinn orðinn 5 mörk eftir 7 mínútur og eftir það var leikurinn í sjálfum sér aldrei í hættu. Ágúst Elí átti góðan leik í markinu, varnarleikur sem og sóknarleikurinn góður og stemmingin í krikanum frábær. Loka tölur 32 - 27 og spennandi verkefni framundan hjá Fimleikafélaginu sem heldur út til Rússlands í næstu viku.Af hverju vann FH? FHingar mættu grimmir til leiks, tók smá tíma að finna taktinn og svör við leik St. Pétursborg en eftir það var leikur FH sannfærandi og unnu þeir sanngjarnan sigur. Sóknaleikur, varnarleikur og markvarsla var í topp standi í dag, framlag leikmann gott og Ágúst Elí steig upp á réttum tímum leiksins og lokaði marki FH.Hverjir stóðu uppúr? Eins og fyrr segir þá var Ágúst Elí í markinu hjá FH frábær. Einar Rafn Eiðsson, og Ágúst Birgisson báðir með 8 mörk. Ásbjörn og Óðinn Þór skiluðu einnig sínu hér í dag. Dimitrii Kiselev leikmaður St. Pétursborgar var atkvæðamestur með 10 mörk. Áhorfendur fá einnig hrós fyrir frábæra stemmingu í Kaplakrika í dag.Hvað gekk illa? Ísak Rafnsson fann sig engan veginn í sókninni, þessi frábæri leikmaður hefði mátt sýna meira. FHingar fengu á sig alltof mörg mörk eftir frákast frá Ágústi Elí, þurfa að fylgjast betur með og ná frákastinu. FH vörninni gekk illa að stöðva Dimitrii, mörk hans komu lang flest fyrir utan og þurfa þeir að stíga hann betur niður.Hvað gerist næst? Liðin mætast í seinni leik 2. umferðar ytra sunnudaginn 15. október. Krefjandi en spennandi verkefni framundan hjá FH. FHingar hafa fimm mörk á St.pétursborg en það er þó alls ekki gefið, eru í góðri stöðu en þurfa að eiga mjög góðan leik á sterkum heimavelli rússana til að halda þessu og tryggja sér sæti í 3. umferðinni. Halldór: Virkilega sáttur með sigurinn og spenntur fyrir komandi verkefni í RússlandiHalldór Jóhann þjálfari FH var virkilega sáttur eftir leikinn í dag. ,,góður fimm marka sigur og ég er sáttur með það hvernig okkar leikur óx á þegar líða fór á leikinn" sagði Halldórs sem sagði að sigurinn hafi ekki komið sér á óvart. ,,Ég vissi að ef við myndum spila góðan leik þá ættum við fulla möguleika á að vinna þetta lið. Við þurftum að ná ákveðnum þáttum fram og stíga á ákveðna pósta hjá þeim, þeir eru með öflugan hægri kannt og góðan leikmenn sem spila fyrir sitt landslið. Okkur tókst þetta vel og vorum vel undirbúnir bæði andlega og líkamlega." FH heldur til Rússlands í næstu viku þar sem þeir mæta St.Pétursborg í seinni leik liðanna, leikurinn fer fram sunnudaginn 15. október og er Halldór spenntur fyrir því verkefni. ,,Ég býst við erfiðu en skemmtilegu verkefni, við förum til Rússlands með fimm marka forystu og menn þurfa bara að mæta með haldan haus en ákveðna spennu og gera sitt besta. Ég veit að við erum með lið til að standa í þeim, en það þurfa auðvitað ákveðnir þættir að spila inní og ganga upp eins og gerði hér í dag." Ágúst Elí varði nokkur dauðafæri í leiknum og er Halldór ekki nægilega sáttur við að sínir menn hafi ekki verið tilbúnir og náð frákastinu. ,,Ágúst er að taka góða bolta og töluvert af dauðafærum en þeir fá hjá okkur 6-7 fráköst beint uppí hendurnar, það er eitthvað sem við þurfum að skoða og gera betur. Það má auðvitað alltaf laga eitthvað, ákveðnir hlutir í vörninni sem ég mun fara yfir og í sókninni hefði ég viljað sjá þá keyra betur á þá, sérstaklega í seinni hálfleik. Fannst þeir vera farnir að pæla í að halda forystu í staðinn fyrir að halda áfram, en þar kemur nátturlega inn reynsluleysið í Evrópukeppnum þar sem hvert mark telur." sagði Halldór Jóhann Karl Reynisson fór meiddur af velli strax í upphafi leiks, þar sem útlit er fyrir að hann hafi tognað aftan í læri. ,,Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum, þetta lítur út fyrir að vera tognun. Við tökum stöðuna á morgun en þetta verður bara að koma í ljós. Sjúkraþjálfarateymið fer bara í þetta. Ásbjörn: Við hefðum tekið 5 marka sigri fyrir leik Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH hefði viljað sjá sína menn keyra betur á rússana og ná 7-8 marka forskoti. ,,Góður sigur hjá okkur á góðu rússnesnku liði. Við spiluðum nokkuð þéttann leik, hefðum átt að ná aðeins fleiri vörnum og stoppum í seinni hálfleik, þá gætum við hafa náð 7 - 8 mörkum en við hefðum tekið 5 mörkum fyrir leik.” sagði Ásbjörn ,,Þeir verða sterkari á heimavelli, nú er það okkar að ná ennþá betri leik og ekki hugsa útí fimm marka forskotið sem við höfum heldur að það sé nýr leikur og nýr dagur. Við erum líka sterkir á útivelli svo ég kvíði því ekki, þetta er bara skemmtileg áskorun.” ,,Við þurfum að fá fleiri seinni bylgju mörk, hættum að keyra á þá sérstaklega eftir að Ágúst Elí varði nokkur dauðafæri, þar hefðum við átt að keyra betur á þá. Varnarlega hefði ég vilja sjá okkur ná fleiri stoppum og síðustu 10 - 15 mínúturnar vorum við svolítið geystir.” Sagði Ásbjörn sem segir að þeir þurfi að passa Dimitrii Kiselev betur, en hann skoraði 10 mörk fyrir sitt lið í dag. ,,Við vissum að hann væri góður, þurfum að stoppa hann. Við vorum með ákveðnar lausnir á móti honum en þeir spiluðu bara góðan leik og hann var að skjóta mikið þannig að við þurfum að halda honum betur niðri í næsta leik”