Trump vekur furðu aðstoðarmanna og fjölmiðla með óljósri viðvörun Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2017 21:56 VIðstaddir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar Trump gaf út torræða viðvörun um að stormur væri í vændum. Vísir/AFP Engar skýringar hafa enn fengist á því hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti átti við þegar hann sagði að fundur með herforingjum í dag hafi verið „lognið á undan storminum“. Hvorki aðstoðarmenn hans né fjölmiðlar hafa fengið botn í ummælin. Þegar Trump bauð fréttamönnum inn í borðstofu í Hvíta húsinu þar sem hann var að fara að snæða með hópi herforingja spurði hann hópinn hvort þeir vissu fyrir hvað herforingjarnir stæðu, að því er segir í frétt New York Times. „Kannski er þetta lognið á undan storminum,“ svaraði forsetinn þegar blaðamaður bað hann um að skýra spurninguna frekar. Þegar blaðamenn gengu á hann um hvað það þýddi svaraði Trump aðeins „Þið munið komast að því“.Mögulega ekkert annað en látalætiLeiddi þessi óljósa viðvörun til vangaveltna um hvort að bandarísk stjórnvöld hygðu á einhvers konar hernaðaraðgerðir. Trump hefur um nokkurt skeið látið í veðri vaka að hann gæti beitt herafli gegn Norður-Kóreu. Þá hafa fregnir borist af því að hann ætli að rifta kjarnorkusamkomulagi við Írani sem gæti leitt til þess að Bandaríkin hefji aftur refsiaðgerðir gegn þeim. New York Times segir að aðstoðarmenn forsetans hafi ekki haft hugmynd um hvað Trump átti við með þessum orðum. Blaðið gerir að því skóna að ummæli forsetans hafi mögulega ekki verið annað en látalæti. Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Engar skýringar hafa enn fengist á því hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti átti við þegar hann sagði að fundur með herforingjum í dag hafi verið „lognið á undan storminum“. Hvorki aðstoðarmenn hans né fjölmiðlar hafa fengið botn í ummælin. Þegar Trump bauð fréttamönnum inn í borðstofu í Hvíta húsinu þar sem hann var að fara að snæða með hópi herforingja spurði hann hópinn hvort þeir vissu fyrir hvað herforingjarnir stæðu, að því er segir í frétt New York Times. „Kannski er þetta lognið á undan storminum,“ svaraði forsetinn þegar blaðamaður bað hann um að skýra spurninguna frekar. Þegar blaðamenn gengu á hann um hvað það þýddi svaraði Trump aðeins „Þið munið komast að því“.Mögulega ekkert annað en látalætiLeiddi þessi óljósa viðvörun til vangaveltna um hvort að bandarísk stjórnvöld hygðu á einhvers konar hernaðaraðgerðir. Trump hefur um nokkurt skeið látið í veðri vaka að hann gæti beitt herafli gegn Norður-Kóreu. Þá hafa fregnir borist af því að hann ætli að rifta kjarnorkusamkomulagi við Írani sem gæti leitt til þess að Bandaríkin hefji aftur refsiaðgerðir gegn þeim. New York Times segir að aðstoðarmenn forsetans hafi ekki haft hugmynd um hvað Trump átti við með þessum orðum. Blaðið gerir að því skóna að ummæli forsetans hafi mögulega ekki verið annað en látalæti.
Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira