Handbolti

Erlingi ætlað að yngja hollenska liðið upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eins og frá var greint á Vísi í gær hefur Erlingur Richardsson verið ráðinn þjálfari hollenska karlalandsliðsins í handbolta. Ráðningin átti sér ekki langan aðdraganda.

„Það kom símtal á fimmtudaginn í síðustu viku og þeir vildu fá svar ansi fljótt. Ég hafði ekki langan tíma til að hugsa þetta en ákvað að slá til,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Erlingur segir að það sé efniviður til staðar í Hollandi.

„U-20 ára landsliðin hafa verið mjög framarlega síðustu árin og hafa náð góðum árangri. Þeir vilja yngja liðið aðeins upp og það er næsta verkefni og markmið; að yngja upp og móta gott lið,“ sagði Erlingur.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×